Að vera eða vera ekki kynfræðingur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa 16. nóvember 2013 06:00 Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun