Grænþvottur Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun