Innlent

Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þiggja ekki far hjá ókunnugu fólki.
Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þiggja ekki far hjá ókunnugu fólki. Mynd/Vilhelm
Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng, en hvorugt barnið lét plata sig.

Í báðum tilvikum var um ungan mann á rauðleitum bíl að ræða.

Foreldrar barna í Vættaskóla í Grafarvogi fengu í gær sendan tölvupóst þar sem Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri biður foreldra að ræða alvarlega við börnin um að þiggja ekki far, gjafir eða gylliboð frá ókunnugu fólki. Lögregla rannsakar málið en maðurinn er ófundinn.

„Það er venja að láta foreldra vita af slíku svo þau geti varað börnin við. Við erum mikið að minna börnin á þetta sjálf, eins og foreldrarnir heima. Við pössum hvert upp á annað,“ segir Jóhanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×