Rokk & Ról Breka skartgripir Marín Manda skrifar 29. nóvember 2013 11:30 Gúrý og Jónas Breki starfa saman í Kaupmannahöfn að Zero6 og Breka-skartinu. Jónas Breki Magnússon gullsmiður hannar "Rokk og ról“-skartgripi í Danmörku og selur meðal annars í versluninni Rhodium. Við héldum að við gætum sigrað heiminn ein í fyrra en það var ekki að virka. Ég vil gera allt hundrað prósent svo ég ætlaði bara að gera allt sjálfur en ég er bara gullsmiður og hönnuður,“ segir Jónas Breki Magnússon. Jónas Breki hefur búið í Danmörku í tæplega tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu (Gúrý) Finnbogadóttur. Undanfarin ár hafa þau starfað saman að skartgripalínunum Breki og Zero6, en Gúrý er einnig fatahönnuður. Árið 2010 fluttu hjónakornin til Víetnams en þar starfaði Jónas Breki fyrir danska skartgripahönnuðinn Julie Saundlau. Eftir rúmlega árs búsetu í Asíu ákvað hann að stíga skrefið og verða sjálfstæður með eigin línu. Tvisvar hefur hann kynnt skartið á Copenhagen Fashion Week ásamt því að Gúrý hefur kynnt fatalínuna sína, Gúrý. Anne Lindfjeld fyrirsætan er þekkt í Kaupmannahöfn.Breki segir að nú hafi áherslurnar breyst til muna þar sem þau leggi meiri áherslu á skartið. „Við erum bestu vinir og erum búin að vera saman í ellefu ár svo það virkar bara að vinna saman,“ segir hann þegar hann er spurður út í samstarfið með eiginkonunni. Línuna segir hann vera svokallaða „street fashion“ sem þó er unnin úr ekta gulli, silfri og eðalsteinum. „Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. Mig var búið að dreyma um að fá hina dönsku Anne Lindfjeld sem módel síðan ég sá hana fyrst því hún hefur allt til brunns að bera sem lýsir skartinu. Ég sendi henni skilaboð á Facebook í sumar og spurði hana og hún sló til,“ útskýrir hann og bætir við. „Það er ekki endilega erfiðara að ná í fræga liðið.“ Hjónin stefna á að koma til Íslands um jólin og jafnvel halda sýningu með nýju línunni. Breka-skartið fæst í versluninni Rhodium í Kringlunni. Hægt er að skoða línuna nánar á brekidesign.com Ljósmyndari Hildur María Valgarðsdóttir Fyrirsæta Anne Lindfjeld Grafískur Hönnuður Sverrir Brynjólfsson Koloristi Daði Knee Stílisti Gúrý Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Jónas Breki Magnússon gullsmiður hannar "Rokk og ról“-skartgripi í Danmörku og selur meðal annars í versluninni Rhodium. Við héldum að við gætum sigrað heiminn ein í fyrra en það var ekki að virka. Ég vil gera allt hundrað prósent svo ég ætlaði bara að gera allt sjálfur en ég er bara gullsmiður og hönnuður,“ segir Jónas Breki Magnússon. Jónas Breki hefur búið í Danmörku í tæplega tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu (Gúrý) Finnbogadóttur. Undanfarin ár hafa þau starfað saman að skartgripalínunum Breki og Zero6, en Gúrý er einnig fatahönnuður. Árið 2010 fluttu hjónakornin til Víetnams en þar starfaði Jónas Breki fyrir danska skartgripahönnuðinn Julie Saundlau. Eftir rúmlega árs búsetu í Asíu ákvað hann að stíga skrefið og verða sjálfstæður með eigin línu. Tvisvar hefur hann kynnt skartið á Copenhagen Fashion Week ásamt því að Gúrý hefur kynnt fatalínuna sína, Gúrý. Anne Lindfjeld fyrirsætan er þekkt í Kaupmannahöfn.Breki segir að nú hafi áherslurnar breyst til muna þar sem þau leggi meiri áherslu á skartið. „Við erum bestu vinir og erum búin að vera saman í ellefu ár svo það virkar bara að vinna saman,“ segir hann þegar hann er spurður út í samstarfið með eiginkonunni. Línuna segir hann vera svokallaða „street fashion“ sem þó er unnin úr ekta gulli, silfri og eðalsteinum. „Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. Mig var búið að dreyma um að fá hina dönsku Anne Lindfjeld sem módel síðan ég sá hana fyrst því hún hefur allt til brunns að bera sem lýsir skartinu. Ég sendi henni skilaboð á Facebook í sumar og spurði hana og hún sló til,“ útskýrir hann og bætir við. „Það er ekki endilega erfiðara að ná í fræga liðið.“ Hjónin stefna á að koma til Íslands um jólin og jafnvel halda sýningu með nýju línunni. Breka-skartið fæst í versluninni Rhodium í Kringlunni. Hægt er að skoða línuna nánar á brekidesign.com Ljósmyndari Hildur María Valgarðsdóttir Fyrirsæta Anne Lindfjeld Grafískur Hönnuður Sverrir Brynjólfsson Koloristi Daði Knee Stílisti Gúrý
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira