Er það þess virði að hafa klám sem fyrirmynd? VMA-nemar skrifar 2. desember 2013 06:00 Inngangur: Valgerður Dögg Jónsdóttir lífsleiknikennariÍ Verkmenntaskólanum eru allir nýnemar í áfanga sem kallast Lífsleikni. Þar kynnast nemendur t.d. innviðum skólans og starfsháttum, starfsfólki og félagslífi. Lífsleiknihóparnir eru margir og hver þeirra á sinn umsjónarkennara. Nemendur fá einnig tækifæri til að búa sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslega færni og siðferðiskennd. Við ræðum m.a. um sjálfsmynd og það sem hefur áhrif á hana og ábyrgð hvers og eins á eigin hugsunum, skoðunum og gjörðum. Í lífsleiknitímum gefst gott tækifæri til að taka fyrir málefni sem eru í deiglu samfélagsins hverju sinni og því fjölluðum við um 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember ár hvert um allan heim. Í þeirri kennslustund ákváðu nemendur að taka þátt í kyndlagöngu á vegum átaksins 25. nóvember og svo beindust umræðurnar að klámi í nútímasamfélagi og hvort og þá hvaða áhrif það getur haft á sambönd ungs fólks.Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka þátt í umræðum um öll þau málefni sem samfélagið stendur frammi fyrir hverju sinni. Með umræðum sem þessum verða nemendur okkar virkir þátttakendur. Átak sem þetta kallar eftir skoðunum þeirra og hvetur til beinnar þátttöku í samfélaginu og því fá nemendur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast og með þeim hætti að hafa hugsanlega áhrif á umræðuna sjálfa og mótun samfélagsins.Nemendurnir höfðu ólíkar hugmyndir og því fóru af stað miklar rökræður sem leiddu svo til ákveðinnar niðurstöðu sem allir gátu verið sáttir við. Hér kemur þeirra niðurstaða: Klám gefur ekki rétta mynd af kynlífi eða ástarsambandi. Pizzasendillinn hefur ekki leyfi til að koma inn og stunda kynlíf með þér þegar þú pantar pizzu. Maður er heldur ekki að fara að stunda kynlíf með sömu konu eða sama karli og 500 aðrir hafa verið með rétt á undan. Maður hefur ekki leyfi til að neyða einhvern til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Allt klám er sviðsett, þetta eru fantasíur sem ekki gerast í alvöru. Þegar persónur eru í góðu sambandi, þarf að ríkja traust á milli þeirra, þær þurfa að vera hreinskilnar hvor við aðra, tala saman, finna fyrir ástríðu, og ekki skammast sín. Þetta sést ekki í klámi. Þegar maður byrjar í sambandi og veit að hinn aðilinn hefur horft mikið á klám hefur maður áhyggjur af því að maður standist ekki þær kröfur sem gerðar eru í þessum myndum og jafnvel tónlistarmyndböndum. Að maður hafi ekki nógu stór brjóst eða nógu stórt typpi, ekki nógu mjó/r eða vöðvastælt/ur eða kunna ekki allar stellingar sem sýndar eru í þeim. Bæði strákar og stelpur geta haft þessar áhyggjur. Við segjum að hver og einn þurfi að hafa sjálfstraust til að gera það sem hann telur rétt en ekki að herma eftir einhverju öðru sem hann hefur séð, þá getur maður verið í heilbrigðu sambandi. Að tala saman og komast að því hvað báðir aðilar vilja gera saman, það er gott samband.Agnar Geirsson, Ari Þórðarson, Breki Þór Jónsson, Dagrún Líf Valgeirsdóttir, Davíð Gísli Davíðsson, Ewelina Paulina Mozejko, Haukur Örn Halldórsson, Hákon Þór Tímasson, Kristófer Orri Atlason, Pathara Puttharat, Sigurður Andrés Sverrisson, Snorri Guðröðarson, Thelma Björk Sævarsdóttir og Þorri Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Inngangur: Valgerður Dögg Jónsdóttir lífsleiknikennariÍ Verkmenntaskólanum eru allir nýnemar í áfanga sem kallast Lífsleikni. Þar kynnast nemendur t.d. innviðum skólans og starfsháttum, starfsfólki og félagslífi. Lífsleiknihóparnir eru margir og hver þeirra á sinn umsjónarkennara. Nemendur fá einnig tækifæri til að búa sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslega færni og siðferðiskennd. Við ræðum m.a. um sjálfsmynd og það sem hefur áhrif á hana og ábyrgð hvers og eins á eigin hugsunum, skoðunum og gjörðum. Í lífsleiknitímum gefst gott tækifæri til að taka fyrir málefni sem eru í deiglu samfélagsins hverju sinni og því fjölluðum við um 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember ár hvert um allan heim. Í þeirri kennslustund ákváðu nemendur að taka þátt í kyndlagöngu á vegum átaksins 25. nóvember og svo beindust umræðurnar að klámi í nútímasamfélagi og hvort og þá hvaða áhrif það getur haft á sambönd ungs fólks.Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka þátt í umræðum um öll þau málefni sem samfélagið stendur frammi fyrir hverju sinni. Með umræðum sem þessum verða nemendur okkar virkir þátttakendur. Átak sem þetta kallar eftir skoðunum þeirra og hvetur til beinnar þátttöku í samfélaginu og því fá nemendur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast og með þeim hætti að hafa hugsanlega áhrif á umræðuna sjálfa og mótun samfélagsins.Nemendurnir höfðu ólíkar hugmyndir og því fóru af stað miklar rökræður sem leiddu svo til ákveðinnar niðurstöðu sem allir gátu verið sáttir við. Hér kemur þeirra niðurstaða: Klám gefur ekki rétta mynd af kynlífi eða ástarsambandi. Pizzasendillinn hefur ekki leyfi til að koma inn og stunda kynlíf með þér þegar þú pantar pizzu. Maður er heldur ekki að fara að stunda kynlíf með sömu konu eða sama karli og 500 aðrir hafa verið með rétt á undan. Maður hefur ekki leyfi til að neyða einhvern til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Allt klám er sviðsett, þetta eru fantasíur sem ekki gerast í alvöru. Þegar persónur eru í góðu sambandi, þarf að ríkja traust á milli þeirra, þær þurfa að vera hreinskilnar hvor við aðra, tala saman, finna fyrir ástríðu, og ekki skammast sín. Þetta sést ekki í klámi. Þegar maður byrjar í sambandi og veit að hinn aðilinn hefur horft mikið á klám hefur maður áhyggjur af því að maður standist ekki þær kröfur sem gerðar eru í þessum myndum og jafnvel tónlistarmyndböndum. Að maður hafi ekki nógu stór brjóst eða nógu stórt typpi, ekki nógu mjó/r eða vöðvastælt/ur eða kunna ekki allar stellingar sem sýndar eru í þeim. Bæði strákar og stelpur geta haft þessar áhyggjur. Við segjum að hver og einn þurfi að hafa sjálfstraust til að gera það sem hann telur rétt en ekki að herma eftir einhverju öðru sem hann hefur séð, þá getur maður verið í heilbrigðu sambandi. Að tala saman og komast að því hvað báðir aðilar vilja gera saman, það er gott samband.Agnar Geirsson, Ari Þórðarson, Breki Þór Jónsson, Dagrún Líf Valgeirsdóttir, Davíð Gísli Davíðsson, Ewelina Paulina Mozejko, Haukur Örn Halldórsson, Hákon Þór Tímasson, Kristófer Orri Atlason, Pathara Puttharat, Sigurður Andrés Sverrisson, Snorri Guðröðarson, Thelma Björk Sævarsdóttir og Þorri Guðmundsson
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun