Allir listamenn eru konur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 10:00 Ragnar Kjartansson: “Þeir sem ráða núna virðast vilja sundurfélag en ekki samfélag.“ Fréttablaðið/Daníel Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. Ragnar mætir í viðtalið beint frá athöfninni þar sem Kærleikskúlan hans var kynnt, uppstrílaður í tvíhnepptum jakkafötum með bindi. Hann segir kúluna hafa sérstaka merkingu fyrir sig af ýmsum ástæðum. „Kærleikskúlan er eitthvert mest krefjandi verkefni sem ég hef fengið sem myndlistarmaður. Hún má ekki vera skraut heldur verður að vera listaverk. Verður að vera sönn, ekki bara smart. Ég rembdist og rembdist og hugsaði og hugsaði og gerði óteljandi skissur í skissubókina. Svo fór ég að hugsa um fyrirbæri eins og jólahugvekjur og mundi þá eftir einni þeirri kraftmestu sem ég hef lent í. Hún er bæði mótsögn og gerðist á mótsagnakenndri stundu. Það var á jólanótt 1998 að ég sat inni í stofu með pabba eftir að aðrir voru farnir að sofa. Pabba finnst stundum svolítið gaman að fá sér í glas á jólunum og lesa syni sínum lífsreglurnar og þessi jólin höfðum við verið með koníak og vindla og vorum komnir á trúnó. Pabbi var orðinn svolítið þvoglumæltur þegar hann segir allt í einu: „Ragnar, ég þarf að segja þér það mikilvægasta sem ég hef nokkurn tíma sagt þér.“ Svo kom löng þögn. „Það er fallegt, en sorglegt að vera manneskja.“ Síðan kom ekkert meir. Eftir að þetta rifjaðist upp fyrir mér fannst mér ekkert annað koma til greina á Kærleikskúluna.“ Og hvað finnst pabba þínum um þetta framtak þitt? „Hann er svo góður að hann treystir mér bókstaflega fyrir mannorði sínu og hvatti mig til að setja þetta á kúluna með upplýsingum um hvaðan þessi setning kom.“Alinn upp í leikhúsinu Eins og flestir vita er faðir Ragnars Kjartan Ragnarsson, leikskáld og leikstjóri, og móðir hans Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Hvað kom til að hann fór í myndlist en ekki leiklist, lá það ekki beint við? „Ég hugsaði mig mjög mikið um varðandi starfsval, er náttúrulega alinn upp í leikhúsinu og það heillar mig mjög mikið. En ég þekki líka leikhúsið og veit að þar er maður svo háður samþykki annarra og því að einhver fíli mann. Sem myndlistarmaður getur maður alltaf gert list, sama hvernig viðrar.“ Skipta viðtökurnar þá engu máli? „Jú, jú, auðvitað, en maður hefur alltaf trú á sér í hjartanu þótt engum öðrum finnist það merkilegt sem maður er að gera.“ Þú notar mjög leikrænar aðferðir í verkum þínum, situr leikhúsið í þér ennþá? „Já, það situr rosalega mikið í mér. Kannski var það líka strax hugsunin hjá mér að færa þá reynslu mína inn í myndlistarheiminn, allavega var það að gerjast undir niðri. Svo fór maður að læra um gjörningalist, sem gengur út á allt annað en það sem ég hafði kynnst í leikhúsinu, og einhvern veginn fór ég að sameina þetta tvennt. Þótt ég sé að mála málverk finnst mér ég alveg jafn mikið vera að performera eins og þegar ég er að gera einhvern gjörning.“ Þú fórst í málun, stóð málverkið síðan ekki undir væntingum? „Jú, ég er heillaður af málverkinu og mér finnst í rauninni allt sem ég geri vera málverk eins og sést mjög vel á sýningunni The Visitors sem verður opnuð í Kling og Bang í dag. Hún er algjör málverkasýning en þar eru það ljósið og hreyfingin sem mála.“Kvenlegt níhilískt gospel Verkið The Visitors birtist á níu skjáum. Hver þeirra sýnir einn tónlistarmann og allir eru að flytja sama lagið, án þess þó að sjá hina flytjendurna. Það var tekið upp í gömlu húsi í New York-ríki og upphaflega sýnt árið 2012. Verkið er ópus um hið kvenlega og níhilismann, eins og Ragnar orðar það. „Þetta er kvenlegt níhilískt gospel með textum sem ég safnaði saman úr verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur. Hún vinnur alveg ótrúlega fallega með texta og hið kvenlega, sem mér þykir alveg óskaplega spennandi. Við erum náttúrulega búin að vera að díla við feðraveldið í ansi mörg þúsund ár, þannig að mér finnst þetta mjög spennandi hugsun.“ Ragnar segist vera mikill femínisti enda alinn upp af mjög femínískum foreldrum. „Femíníska hliðin í manneskjunni er grundvöllur listarinnar. Allir listamenn eru konur. Ef hægt er að tala um hið kvenlæga og hið karllæga þá eru tilfinningar og skynjun taldar kvenlægar og það eru þær sem listamaðurinn þarf að nota. Hann þarf að nota tilfinningagreindina en ekki rökfræðina.“Lattélepjandi Fjölnismenn Það er ekki hægt að spjalla við listamann þessa dagana án þess að „aðförin að menningunni“ berist í tal. Ragnar hefur sterkar skoðanir á þeirri stefnu að skera niður fé til menningar og lista. „Ég hef alltaf búið hér í Reykjavík, þótt ég hafi verið að sýna út um allar jarðir, vegna þess að ég vil búa í samfélagi sem hlúir að listinni og menningunni. Ég hef alltaf upplifað íslenskt samfélag þannig þangað til í dag. Það frábærasta við að búa hér er að landið er byggt svo mikið á kúltúr. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað var strax ráðist í að koma upp Þjóðleikhúsi og sinfóníuhljómsveit, Ríkisútvarpið kom á undan. Þá vorum við bara 140.000 en núna er endalaust verið að slá ryki í augu fólks og ráðast á það sem gerði okkur að þjóð. Ég vil ganga svo langt að kalla þetta fólk óvini lýðveldisins. Þetta er ekki málefnalegt og gengur hvorki upp hagfræðilega né menningarlega, eini tilgangurinn er að ráðast á grundvallarstoðir okkar. Að stilla Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveitinni upp sem andstæðum við Landspítalann og taka svo kvótalénskerfinu sem sjálfsögðum hlut er náttúrulega bara ótrúleg ósvífni. Öll þessi heift út í listamenn er líka óskiljanleg. Við verðum að muna að það voru lattélepjandi listamenn og vísindamenn sem bjuggu til íslenska þjóðmenningu, þeir kunnu reyndar ekki að hita mjólkina út í kaffið en hefðu þeir kunnað það hefðu þeir verið lattélepjandi, Fjölnismennirnir.“ Fyrir nokkrum árum gerði Ragnar verk sem hét Morgunn á Þingvöllum og sýndi léttklæddar stúlkur í makindum á leiði Jónasar Hallgrímssonar. Hann segir það hafa verið byggt á tilfinningu fyrir einhverju sem lægi í loftinu í þá daga en nú sjái hann ekki betur en verkið endurspegli samtímann. „Þeir sem ráða núna virðast vilja sundurfélag en ekki samfélag. Ísland hefur alltaf gengið út á það að vera samfélag og þess vegna erum við svona framarlega á mörgum sviðum af því að við höfum haft svo sterka samfélagsvitund. Nú þykir helmingi þjóðarinnar bara komið gott af því og vill ekki lengur búa í samfélagi heldur sundurfélagi.“ Ragnar tekur, treglega þó, undir þá skoðun að þessi fyrirlitning á listum og listamönnum sé ekkert nýtt fyrirbæri, en ítrekar að þetta sé verra en oft áður. „Ég er reyndar nýbúinn að lesa Heimsljós sem fjallar auðvitað um þennan dúalisma þjóðarinnar sem er endalaust að skammast út í skáldin sín og listamennina en heldur aldrei hátíð á tyllidögum án þess að fara með ljóðin þeirra. Það er þessi margumtalaða þjóðmenning sem ráðamenn monta sig af í útlöndum.“Dinner hjá Robert Redford Viðtalið er tekið daginn sem uppsagnirnar á RÚV skullu á og Ragnari er mikið niðri fyrir í því máli. „Að tala um þjóðmenningu á meðan nánast er verið að skera á tengslin við íslenska tungu er út í hött. Auðvitað getum við svo sem verið hérna og hugsað bara um auðlindirnar en ekkert um samfélagið, veitt fisk og selt túristum vöfflur og farið síðan heim og horft á amerískt skemmtiefni. En þá getum við tæplega kallað okkur sjálfstæða þjóð, það er menningin sem skilgreinir okkur. Ég get sagt þér eina dæmisögu um það. Rétt eftir hrun var ég á Sundance-kvikmyndahátíðinni og fór í dinner heim til Roberts Redford. Þar sat sá mikli bissnessmaður George Soros, herra kapítalismi, og spurði mig hvaðan ég væri. „Ertu frá Íslandi já?“ sagði hann. „Þið eigið mjög heimska bissnessmenn en stórkostlegan kúltúr og þess vegna mun verða allt í lagi með ykkur.“ Þetta er okkar orðspor út á við og hefur alltaf verið og þess vegna er svo rosalega furðulegt að við skulum inn á við vera að ráðast á það núna.“ Þegar The Visitors var sýnt í New York talaði blaðamaður New York Times, Hilarie M. Sheets, um þig sem eitt af stóru nöfnunum á alþjóðlegu myndlistarsenunni, enda ertu búinn að vera að sýna úti um allt við mikla hrifningu. Hvað er framundan hjá þér? „Næsta sýning verður í Volksbühne í Berlín í febrúar. Það er verk sem ég er að vinna með Kjartani Sveinssyni tónskáldi. Kjartan semur tónverk og ég mála leikmyndir við það, sem sagt leikverk með tónlist og leikmyndum en engum leikurum. Það verk kemur síðan á Listahátíð í Reykjavík í vor. Svo er ég að vinna að sýningu sem verður í Vínarborg í apríl og ég byggi dálítið mikið á Heimsljósi, sem hefur verið nokkurs konar biblía í minni fjölskyldu. Í maí fer ég svo að sýna í New Museum í New York, þannig að það er nóg að gera.“ Myndlist Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. Ragnar mætir í viðtalið beint frá athöfninni þar sem Kærleikskúlan hans var kynnt, uppstrílaður í tvíhnepptum jakkafötum með bindi. Hann segir kúluna hafa sérstaka merkingu fyrir sig af ýmsum ástæðum. „Kærleikskúlan er eitthvert mest krefjandi verkefni sem ég hef fengið sem myndlistarmaður. Hún má ekki vera skraut heldur verður að vera listaverk. Verður að vera sönn, ekki bara smart. Ég rembdist og rembdist og hugsaði og hugsaði og gerði óteljandi skissur í skissubókina. Svo fór ég að hugsa um fyrirbæri eins og jólahugvekjur og mundi þá eftir einni þeirri kraftmestu sem ég hef lent í. Hún er bæði mótsögn og gerðist á mótsagnakenndri stundu. Það var á jólanótt 1998 að ég sat inni í stofu með pabba eftir að aðrir voru farnir að sofa. Pabba finnst stundum svolítið gaman að fá sér í glas á jólunum og lesa syni sínum lífsreglurnar og þessi jólin höfðum við verið með koníak og vindla og vorum komnir á trúnó. Pabbi var orðinn svolítið þvoglumæltur þegar hann segir allt í einu: „Ragnar, ég þarf að segja þér það mikilvægasta sem ég hef nokkurn tíma sagt þér.“ Svo kom löng þögn. „Það er fallegt, en sorglegt að vera manneskja.“ Síðan kom ekkert meir. Eftir að þetta rifjaðist upp fyrir mér fannst mér ekkert annað koma til greina á Kærleikskúluna.“ Og hvað finnst pabba þínum um þetta framtak þitt? „Hann er svo góður að hann treystir mér bókstaflega fyrir mannorði sínu og hvatti mig til að setja þetta á kúluna með upplýsingum um hvaðan þessi setning kom.“Alinn upp í leikhúsinu Eins og flestir vita er faðir Ragnars Kjartan Ragnarsson, leikskáld og leikstjóri, og móðir hans Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Hvað kom til að hann fór í myndlist en ekki leiklist, lá það ekki beint við? „Ég hugsaði mig mjög mikið um varðandi starfsval, er náttúrulega alinn upp í leikhúsinu og það heillar mig mjög mikið. En ég þekki líka leikhúsið og veit að þar er maður svo háður samþykki annarra og því að einhver fíli mann. Sem myndlistarmaður getur maður alltaf gert list, sama hvernig viðrar.“ Skipta viðtökurnar þá engu máli? „Jú, jú, auðvitað, en maður hefur alltaf trú á sér í hjartanu þótt engum öðrum finnist það merkilegt sem maður er að gera.“ Þú notar mjög leikrænar aðferðir í verkum þínum, situr leikhúsið í þér ennþá? „Já, það situr rosalega mikið í mér. Kannski var það líka strax hugsunin hjá mér að færa þá reynslu mína inn í myndlistarheiminn, allavega var það að gerjast undir niðri. Svo fór maður að læra um gjörningalist, sem gengur út á allt annað en það sem ég hafði kynnst í leikhúsinu, og einhvern veginn fór ég að sameina þetta tvennt. Þótt ég sé að mála málverk finnst mér ég alveg jafn mikið vera að performera eins og þegar ég er að gera einhvern gjörning.“ Þú fórst í málun, stóð málverkið síðan ekki undir væntingum? „Jú, ég er heillaður af málverkinu og mér finnst í rauninni allt sem ég geri vera málverk eins og sést mjög vel á sýningunni The Visitors sem verður opnuð í Kling og Bang í dag. Hún er algjör málverkasýning en þar eru það ljósið og hreyfingin sem mála.“Kvenlegt níhilískt gospel Verkið The Visitors birtist á níu skjáum. Hver þeirra sýnir einn tónlistarmann og allir eru að flytja sama lagið, án þess þó að sjá hina flytjendurna. Það var tekið upp í gömlu húsi í New York-ríki og upphaflega sýnt árið 2012. Verkið er ópus um hið kvenlega og níhilismann, eins og Ragnar orðar það. „Þetta er kvenlegt níhilískt gospel með textum sem ég safnaði saman úr verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur. Hún vinnur alveg ótrúlega fallega með texta og hið kvenlega, sem mér þykir alveg óskaplega spennandi. Við erum náttúrulega búin að vera að díla við feðraveldið í ansi mörg þúsund ár, þannig að mér finnst þetta mjög spennandi hugsun.“ Ragnar segist vera mikill femínisti enda alinn upp af mjög femínískum foreldrum. „Femíníska hliðin í manneskjunni er grundvöllur listarinnar. Allir listamenn eru konur. Ef hægt er að tala um hið kvenlæga og hið karllæga þá eru tilfinningar og skynjun taldar kvenlægar og það eru þær sem listamaðurinn þarf að nota. Hann þarf að nota tilfinningagreindina en ekki rökfræðina.“Lattélepjandi Fjölnismenn Það er ekki hægt að spjalla við listamann þessa dagana án þess að „aðförin að menningunni“ berist í tal. Ragnar hefur sterkar skoðanir á þeirri stefnu að skera niður fé til menningar og lista. „Ég hef alltaf búið hér í Reykjavík, þótt ég hafi verið að sýna út um allar jarðir, vegna þess að ég vil búa í samfélagi sem hlúir að listinni og menningunni. Ég hef alltaf upplifað íslenskt samfélag þannig þangað til í dag. Það frábærasta við að búa hér er að landið er byggt svo mikið á kúltúr. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað var strax ráðist í að koma upp Þjóðleikhúsi og sinfóníuhljómsveit, Ríkisútvarpið kom á undan. Þá vorum við bara 140.000 en núna er endalaust verið að slá ryki í augu fólks og ráðast á það sem gerði okkur að þjóð. Ég vil ganga svo langt að kalla þetta fólk óvini lýðveldisins. Þetta er ekki málefnalegt og gengur hvorki upp hagfræðilega né menningarlega, eini tilgangurinn er að ráðast á grundvallarstoðir okkar. Að stilla Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveitinni upp sem andstæðum við Landspítalann og taka svo kvótalénskerfinu sem sjálfsögðum hlut er náttúrulega bara ótrúleg ósvífni. Öll þessi heift út í listamenn er líka óskiljanleg. Við verðum að muna að það voru lattélepjandi listamenn og vísindamenn sem bjuggu til íslenska þjóðmenningu, þeir kunnu reyndar ekki að hita mjólkina út í kaffið en hefðu þeir kunnað það hefðu þeir verið lattélepjandi, Fjölnismennirnir.“ Fyrir nokkrum árum gerði Ragnar verk sem hét Morgunn á Þingvöllum og sýndi léttklæddar stúlkur í makindum á leiði Jónasar Hallgrímssonar. Hann segir það hafa verið byggt á tilfinningu fyrir einhverju sem lægi í loftinu í þá daga en nú sjái hann ekki betur en verkið endurspegli samtímann. „Þeir sem ráða núna virðast vilja sundurfélag en ekki samfélag. Ísland hefur alltaf gengið út á það að vera samfélag og þess vegna erum við svona framarlega á mörgum sviðum af því að við höfum haft svo sterka samfélagsvitund. Nú þykir helmingi þjóðarinnar bara komið gott af því og vill ekki lengur búa í samfélagi heldur sundurfélagi.“ Ragnar tekur, treglega þó, undir þá skoðun að þessi fyrirlitning á listum og listamönnum sé ekkert nýtt fyrirbæri, en ítrekar að þetta sé verra en oft áður. „Ég er reyndar nýbúinn að lesa Heimsljós sem fjallar auðvitað um þennan dúalisma þjóðarinnar sem er endalaust að skammast út í skáldin sín og listamennina en heldur aldrei hátíð á tyllidögum án þess að fara með ljóðin þeirra. Það er þessi margumtalaða þjóðmenning sem ráðamenn monta sig af í útlöndum.“Dinner hjá Robert Redford Viðtalið er tekið daginn sem uppsagnirnar á RÚV skullu á og Ragnari er mikið niðri fyrir í því máli. „Að tala um þjóðmenningu á meðan nánast er verið að skera á tengslin við íslenska tungu er út í hött. Auðvitað getum við svo sem verið hérna og hugsað bara um auðlindirnar en ekkert um samfélagið, veitt fisk og selt túristum vöfflur og farið síðan heim og horft á amerískt skemmtiefni. En þá getum við tæplega kallað okkur sjálfstæða þjóð, það er menningin sem skilgreinir okkur. Ég get sagt þér eina dæmisögu um það. Rétt eftir hrun var ég á Sundance-kvikmyndahátíðinni og fór í dinner heim til Roberts Redford. Þar sat sá mikli bissnessmaður George Soros, herra kapítalismi, og spurði mig hvaðan ég væri. „Ertu frá Íslandi já?“ sagði hann. „Þið eigið mjög heimska bissnessmenn en stórkostlegan kúltúr og þess vegna mun verða allt í lagi með ykkur.“ Þetta er okkar orðspor út á við og hefur alltaf verið og þess vegna er svo rosalega furðulegt að við skulum inn á við vera að ráðast á það núna.“ Þegar The Visitors var sýnt í New York talaði blaðamaður New York Times, Hilarie M. Sheets, um þig sem eitt af stóru nöfnunum á alþjóðlegu myndlistarsenunni, enda ertu búinn að vera að sýna úti um allt við mikla hrifningu. Hvað er framundan hjá þér? „Næsta sýning verður í Volksbühne í Berlín í febrúar. Það er verk sem ég er að vinna með Kjartani Sveinssyni tónskáldi. Kjartan semur tónverk og ég mála leikmyndir við það, sem sagt leikverk með tónlist og leikmyndum en engum leikurum. Það verk kemur síðan á Listahátíð í Reykjavík í vor. Svo er ég að vinna að sýningu sem verður í Vínarborg í apríl og ég byggi dálítið mikið á Heimsljósi, sem hefur verið nokkurs konar biblía í minni fjölskyldu. Í maí fer ég svo að sýna í New Museum í New York, þannig að það er nóg að gera.“
Myndlist Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira