Veggsystur í Pop-Up verzlun í Hörpunni um helgina Marín Manda skrifar 6. desember 2013 11:15 Lilja Björk Runólfsdóttir, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Kristín Harðardóttir. Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira