Skortur á sæmdartilfinningu? Jón Kalman Stefánsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf?
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun