Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun