Eygló Ósk skráði nafn sitt í sögubækurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 06:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu. Sund Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu.
Sund Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira