Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2013 07:00 Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönnum og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. Mynd/artictrucks „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira