Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2013 10:00 Ólafur Darri Ólafsson, leikari er með mörg járn í eldinum. Fréttablaðið/GVA „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira