
Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni
Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.
Kjaraskerðing aldraðra
Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.
Vildu leiðrétta nú þegar
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax.
Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.
Fyrstu skref máttleysisleg
Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið.
Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur.
Skoðun

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Elvar Eyvindsson skrifar

Hættum að segja „Flýttu þér“
Einar Sverrisson skrifar

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Stefán Pálsson skrifar

Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra
Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir?
Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Er ég nægilega gott foreldri?
Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar

Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu
Þorsteinn Kristinsson skrifar

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Um náttúrulögmál og aftengingu
Sölvi Tryggvason skrifar

Styðjum barnafjölskyldur
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds
Njáll Gunnlaugsson skrifar

Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar!
Magnús Karl Magnússon skrifar

Pólska sjónarhornið
Halldór Auðar Svansson skrifar

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR
Björg Gilsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar

Á krossgötum í Úkraínu
Gunnar Pálsson skrifar

Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera
Matthildur Björnsdóttir skrifar

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar