Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2013 00:00 Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jólahaldið verður. Nordicphotos/getty „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira