Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna jólabónus Brjánn Jónasson skrifar 20. desember 2013 06:00 Viðskiptabankarnir gefa starfsmönnum sínum jólagjafir, en aðeins Arion Banki borgar sérstakan jólabónus. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira