Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2013 06:00 Tugir þúsunda hafa leitað skjóls við þrjár starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Fréttablaðið/EPA Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira