Ríkisstjórn heimilanna Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar