Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2024 07:10 Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Skattar og tollar Eldri borgarar Tryggingar Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun