Maður ársins í viðskiptalífinu stýrir Plain Vanilla Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson. Í umsögn eins dómnefndarmanna Markaðarins í valinu á manni ársins í viðskiptalífinu er bent á að leikjafyrirtækið Plain Vanilla hafi margfaldast í verði eftir að spurningaleikurinn Quiz Up fór í loftið. Meira að segja þannig að vakið hafi athygli tölvuleikjarisa á borð við Zynga. Fréttablaðið/Valli Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa, bæta Quiz Up og þróa nýja tölvuleiki. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings og Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Stjórnendur Plain Vanilla fundu fyrir því núna í desember að mjög mikill áhugi var meðal fjárfesta í Sílíkondal að taka þátt í fjármögnun fyrirtækisins. Það var svolítið nýtt fyrir Þorstein og Ými Örn Finnbogason fjármálastjóra, en aðeins einu og hálfu ári áður höfðu þeir verið í erfiðleikum með að fá bókaða fundi með fjárfestum. „Ég veit ekki hversu margir sjóðir höfðu samband við okkur í síðasta mánuði. Þeir voru yfir hundrað, alveg auðveldlega. Núna eftir að þessi fjármögnun hefur gengið í gegn þá mun þetta ef til vill minnka. Þetta hefur tekið mjög mikinn tíma frá manni. Þetta er líka dálítið erfitt þegar við erum í þessum vexti. Mér finnst að varan þurfi fullan fókus og það er ofboðslega mikið að gera,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa lent oft í því að menn hafi haft samband eftir að hafa neitað Plain Vanilla um fjármagn og kannski fundist Quiz Up alls ekki góð hugmynd í fyrstu. „Við tókum svokallað insider-round. Við tókum bara fjármagn frá sjóðum sem voru þegar búnir að fjárfesta í okkur áður en Quiz Up varð vinsæll.“ Gylliboð á hverju stráiVar það prinsippákvörðun út frá tryggð við þessa fjárfesta? „Já, það var það. Þetta voru sjóðirnir sem höfðu bæði reynst okkur vel og hjálpað okkur og sett inn fjármagn áður en þetta varð svona vinsælt. Það er mikil hjarðhegðun í þessum heimi úti. Um leið og við urðum vinsæl og fólk byrjaði að setja peninga í okkur þá varð allt vitlaust. Sumir sjóðir hringdu og voru með alls kyns gylliboð. Eins og að bjóða mér á einkaþotu til Las Vegas. Ég þáði ekkert af þessu. Á svona vegferð er fullt af freistingum úti um allt en mér finnst einhvern veginn að þegar þú þiggur eitthvað svona þá ertu pínulítið að setja þig í erfiða stöðu. Viltu vera að vinna með sjóðum sem eru að bjóða svona? Mér finnst þetta ekki gott merki um að þetta séu heilir menn. Þú líka setur þig í stöðu ef þú neitar þeim, þá finnst þér eins og þú skuldir þeim eitthvað af því þeir gerðu eitthvað fyrir þig. Þetta eru hálfgerðar mútur.“Fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital. Hvaða menn eru þetta og hvernig kemst þú í samband við þá? „Þegar ég kom fyrst út til Sílíkondals og San Francisco fyrir tveimur árum, þá var maður með þessa drauma að fá aðgang að þessum stóru frægu sjóðum sem eru á bak við þessi stóru tæknifyrirtæki sem öll virðast koma frá þessu svæði. Sequoia er fyrsta fyrirtækið sem kemur upp í hugann þegar maður horfir á þessa sjóði. Þetta er elsti og virtasti sjóðurinn í Sílíkondal. Þeir standa á bak við félög eins og Apple, Google, Cisco, Dropbox og Instagram. Það má eiginlega nefna öll stóru fyrirtækin í þessum tækniiðnaði og þá hefur Sequoia komið þar að með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorsteinn. Eftir fjármögnun Sequoia á Plain Vanilla kom einn af starfsmönnum sjóðsins, Roelof Botha, inn í stjórn Plain Vanilla. Botha, sem er fertugur, er með MBA-gráðu frá Stanford og var áður fjármálastjóri PayPal. Hann hefur verið ofarlega á Mídasar-listanum svokallaða hjá Forbes yfir bestu sérfræðingana vestanhafs í áhættufjárfestingum [e. venture capital] undanfarin ár. Botha er í stjórn Instagram og Square.Botha hefur væntanlega skýrar hugmyndir um hvaða stefnu Plain Vanilla eigi að taka? „Þessir sjóðir ganga allir út á það sama, að treysta frumkvöðlinum. Það er þeirra mottó að virða sýn þeirra sem létu þetta verða að veruleika. Þeir eru þekktir fyrir að koma að sem ráðgjafar og hjálpa mjög mikið. Þegar einhver krísa kemur upp eiga þeir að vera eins og klettur sem hægt er að leita til. Að öðru leyti vilja þeir að sama fólk og hafði sýnina leiði fyrirtækið áfram. Að sjálfsögðu hafa þeir skoðanir. Þegar allt gengur vel þá leyfa þeir frumkvöðlinum að ráða ferðinni, en væntanlega ef að hlutirnir fara að ganga illa breytist það. Við höfum ekki enn þá upplifað það að þeir hafi tekið fram fyrir hendurnar á okkur. Ég vona að það gerist aldrei.“ Hundrað þúsund nýir notendur á dagÞorsteinn Baldur Friðriksson hefur byggt upp leikjafyrirtækið Plain Vanilla með eftirtektarverðum árangri. Verðmæti félagsins hefur allt að því tífaldast síðustu vikur og misseri.Fréttablaðið/ValliHvað þýðir það að ganga vel? Það sækja 100 þúsund nýir notendur Quiz Up daglega. Er það gott? „Ég veit að þetta er gott. Við höfum verið mikið í fjölmiðlum vestanhafs. Við erum eitt af hraðast vaxandi samfélagsnetum sem hefur komið út. Að fá 100 þúsund notendur á dag nægir til þess að vera nálægt toppnum á App Store. Við höfum verið að skoppa í kringum efstu sætin. Stundum farið í efsta sæti, farið niður og svo aftur upp. Við höfum haldið stöðugum vexti sem fólki finnst mjög gott.“ Starfsmenn Plain Vanilla hafa fundið mjög sterkt fyrir því að eftirspurn eftir Quiz Up tekur kipp þegar leikurinn er í fjölmiðlum vestanhafs. Þá hafa skapast heilu menningarkimarnir í kringum leikinn og má þar nefna umræðuþræði á netinu og vefsíður tileinkaðar leiknum.Er ekki erfitt að halda sér á jörðinni þegar maður stendur frammi fyrir velgengni af þessu tagi? „Mér finnst gott að vera ekki of lengi úti og koma heim og hitta börnin mín. Ég hef hitt börnin mín minna en ég hefði viljað, en að taka helgi með börnunum þar sem hversdagsleikinn tekur við og venjuleg vandamál sem honum fylgja hjálpar manni mikið. En það hefur verið áskorun eftir að Quiz Up kom út að halda sér niðri á jörðinni.“Hvernig á Quiz Up að afla sér tekna? Fram að þessu hefur verið í lausu lofti hvernig Quiz Up eigi að afla sér tekna. Tekjuleysi tæknifyrirtækja hefur hins vegar ekki staðið í vegi fyrir því að þau séu metin á miklar fjárhæðir. Snapchat aflar t.d. engra tekna en hluthafar þess höfnuðu samt þriggja milljarða dollara yfirtökutilboði frá Facebook. Þorsteinn segir að áhugi hafi skapast hjá kvikmyndastúdíóum og vörumerkjum að kaupa sig inn í ákveðna spurningaflokka í Quiz Up. „Pælingin á bak við það er ekki að vera með beinar auglýsingar inni í leiknum. Okkar draumur er að búa til nýjar tegundir af auglýsingum sem felast í því að fá stórfyrirtæki til að búa til skemmtilega spurningaflokka sem tengjast þeirra vöru. Það væri virðisaukandi fyrir viðkomandi fyrirtæki en einnig fyrir notendur okkar. Það er engin upplifun fyrir notandann að sjá auglýsingu, en ef þetta er skemmtilegur spurningaflokkur þá munu allir vinna. Þetta erum við að skoða núna. Fyrirtæki vestanhafs hafa leitað til okkar með þessa hugmynd.“Í höfuðstöðvunum. Velgengni Plain Vanilla er sögð hafa verið ævintýri líkust. Í umsögn dómnefndarmanns er fjármögnun fyrirtækisins sögð hafa verið árangursrík og bent á áhuga erlendra fjárfesta. Fréttablaðið/ValliÁ þemadögum er mætt í gallafatnaði eða náttfötum Fyrirtækjamenningin hjá Plain Vanilla er einstök á íslenskan mælikvarða en sækir óbeint innblástur í tækni- og nýsköpunarfyrirtæki í Sílikondal í Kaliforníu þar sem frjálslyndi ræður ríkjum. Plain Vanilla hefur haft sérstaka þemadaga þar sem starfsmenn mæta í galla-alklæðnaði (e. „denim on denim“) og þá hafa starfsmenn mætt í náttfötum í vinnuna og borðað saman morgunkorn. „Fyrirtækjamenningu má aldrei þvinga upp á starfsmenn. Þessir þemadagar eru ekki eitthvað sem kemur frá mér sérstaklega heldur er þetta eitthvað sem verður bara til af því að við erum að fíflast yfir daginn og einhver segir: Það væri gaman næsta föstudag ef við gerum þetta. Þetta er sjálfsprottið sem er mikilvægt. Lykillinn er að gefa starfsfólki frelsi. Það er ekki mikill þríhyrningur í stjórnun fyrirtækisins heldur er þetta á jafningjagrundvelli,“ segir Þorsteinn.Spurningaleikir brúa kynslóðabil Ein af ástæðum þess að Quiz Up er jafn vinsæll og raun ber vitni er sú staðreynd að spurningaleikir brúa kynslóðabil og njóta vinsælda í öllum aldurshópum. „Við höfum séð að margir, sem spila aldrei leiki, prófa þetta og finna sitt áhugamál. Það er lykillinn í því sem við erum að gera, þessi ótrúlegi fjöldi spurninga og spurningaflokka í Quiz Up. Það getur hver sem er fundið eitthvað sem hann hefur virkilega áhuga á. Ef þú finnur eitthvað sem þú hefur áhuga á þá finnst þér gaman að svara spurningum um það, gaman að keppa við aðra um það og það er lykillinn að okkar velgegni. Efnið sem er inni í leiknum,“ segir Þorsteinn. Annað og þriðja sæti í vali dómnefndar MarkaðarinsStefán Hrafnkelson, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware.Fréttablaðið/ValliStefán Hrafnkelsson og Björgólfur Jóhannsson Stefán Hrafnkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware, hlaut næstflest atkvæði í kjöri dómnefndar Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Í rökstuðningi nefndarmanna er bent á að Stefán sé frumkvöðull sem náð hafi að byggja upp hátæknifyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og útibú á nokkrum stöðum erlendis. Þá komi nær allar tekjur fyrirtækisins frá erlendum viðskiptavinum. „Mikil fagmennska einkennir rekstur Betware og er fyrirtækið með faggilda vottun samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum. Salan á fyrirtækinu fyrir tvo til þrjá milljarða króna sýnir að það er eftirspurn eftir íslensku hugviti.“ Stefán er sagður hafa alið upp sterkan hóp ungra stjórnenda og búið til sterkan og frjóan fyrirtækjakúltúr í Betware.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Fréttablaðið/ValliÍ þriðja sæti í kjörinu var svo viðskiptamaður ársins frá því í Markaðnum í fyrra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. „Bubbi heldur áfram að draga ferðamenn til landsins eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir einn dómnefndarmaður og bendir á að um leið sé ferðaþjónustan að verða mikilvægari en sjávarútvegurinn. Þá er bent á að félagið hafi notið mikillar velgengni á árinu og að uppbygging þess hafi verið markviss. Þá hafi hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands hækkað um rúm hundrað prósent á einu ári. „Björgólfur er ótrúlega jafnvígur á fjármál og fólk og gríðarlega fljótur að greina hismið frá kjarnanum.“ Aðrir sem komust á blaðBrynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands „Sjóðurinn hefur gríðarlegt bolmagn og hefur raunar gengið mjög vel að ávaxta fé eigenda sinni í krafti stærðar og þess viðsnúnings sem nauðsynlegur var hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta eru allt saman viðskipti af „gamla skólanum“, en fáir sem hafa sambærileg ítök og reynslu eins og Brynjólfur til að stunda slík viðskipti á Íslandi á árangursríkan hátt.“Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS „Fyrsta konan eftir hrun til að stýra félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands. Hún hefur verið ábyrgur og farsæll stjórnandi.“Jón Stephenson von Tetzchner fjárfestir „Jón veðjar stórt á Íslandi þessi misserin og það er gaman að því. Reynsla hans, þekking og tengsl laða „smart money“ að í íslenskum sprota- og nýsköpunarheimi, en þar hefur raunar verið allnokkur þurrð á peningum – hvort heldur sem þeir eru gáfaðir eða heimskir. Hann hefur líka látið til sín taka á fasteignamarkaði og víðar og virðist fullviss um að íslenska efnahagskerfið muni rétta úr kútnum.“Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Sinnum „Við þurfum að beina athyglinni að nýrri hugsun í heilbrigðiskerfinu og nýjum leiðum. Ásdís Halla og hennar samstarfsfólk hefur verið óhrætt að taka frumkvæðið í stað þess að bíða eftir því að stjórnmálamenn leiði nauðsynlegar breytingar – sem þeir munu seint gera.“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova „Glæsilegur árangur í markaðssetningu Nova. Félagið nýtur vaxandi markaðshlutdeildar á hörðum samkeppnismarkaði um leið og góðum rekstrarárangri er skilað.“Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 „Hann kom úr fiskinum, hefur endurskipulagt félagið, selt frá því einingar og nú síðast skráð það á markað með velheppnuðu hlutafjárútboði.“Kristján Loftsson forstjóri Hvals „Kristján er orðinn einn valdamesti maður viðskiptalífsins eftir kaup hans á hlutabréfum erfingja Árna Vilhjálmssonar í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi. Hann heldur nú um alla þræði í HB Granda og fær að veiða hvali óáreittur. Auk þess hafa Kristján og Arion banki sammælst um að skrá HB Granda á aðalmarkaðinn á næsta ári sem mun auka verðmæti útgerðarrisans til muna.“Skúli Mogensen forstjóri WOW Air „Skúli virðist staðráðinn í að afsanna kenningu Richards Branson um að leiðin til að verða milljónamæringur sé að verða fyrst milljarðamæringur og stofna svo flugfélag. Fáir höfðu trú á WOW þegar Skúli lagði af stað í þennan leiðangur.“Valur Ragnarsson forstjóri Medis „Oft á tíðum er horft fram hjá dótturfélögum Actavis í vali af þessu tagi en Medis hefur náð eftirtektarverðum árangri fyrir Actavis-samstæðuna. Valur leikur lykilhlutverk í tekjumyndun á samheitasviði Actavis.Jón Sigurðsson forstjóri Össurar „Jón hefur tekist á við krefjandi markaðsaðstæður og mætt þeim með kostnaðaraðhaldi sem farið er að skila sér í betri afkomu sem styrkir félagið til langframa og getu þess til að takast á við vöxt þegar markaðir taka við sér.“Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti:Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa, bæta Quiz Up og þróa nýja tölvuleiki. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings og Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Stjórnendur Plain Vanilla fundu fyrir því núna í desember að mjög mikill áhugi var meðal fjárfesta í Sílíkondal að taka þátt í fjármögnun fyrirtækisins. Það var svolítið nýtt fyrir Þorstein og Ými Örn Finnbogason fjármálastjóra, en aðeins einu og hálfu ári áður höfðu þeir verið í erfiðleikum með að fá bókaða fundi með fjárfestum. „Ég veit ekki hversu margir sjóðir höfðu samband við okkur í síðasta mánuði. Þeir voru yfir hundrað, alveg auðveldlega. Núna eftir að þessi fjármögnun hefur gengið í gegn þá mun þetta ef til vill minnka. Þetta hefur tekið mjög mikinn tíma frá manni. Þetta er líka dálítið erfitt þegar við erum í þessum vexti. Mér finnst að varan þurfi fullan fókus og það er ofboðslega mikið að gera,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa lent oft í því að menn hafi haft samband eftir að hafa neitað Plain Vanilla um fjármagn og kannski fundist Quiz Up alls ekki góð hugmynd í fyrstu. „Við tókum svokallað insider-round. Við tókum bara fjármagn frá sjóðum sem voru þegar búnir að fjárfesta í okkur áður en Quiz Up varð vinsæll.“ Gylliboð á hverju stráiVar það prinsippákvörðun út frá tryggð við þessa fjárfesta? „Já, það var það. Þetta voru sjóðirnir sem höfðu bæði reynst okkur vel og hjálpað okkur og sett inn fjármagn áður en þetta varð svona vinsælt. Það er mikil hjarðhegðun í þessum heimi úti. Um leið og við urðum vinsæl og fólk byrjaði að setja peninga í okkur þá varð allt vitlaust. Sumir sjóðir hringdu og voru með alls kyns gylliboð. Eins og að bjóða mér á einkaþotu til Las Vegas. Ég þáði ekkert af þessu. Á svona vegferð er fullt af freistingum úti um allt en mér finnst einhvern veginn að þegar þú þiggur eitthvað svona þá ertu pínulítið að setja þig í erfiða stöðu. Viltu vera að vinna með sjóðum sem eru að bjóða svona? Mér finnst þetta ekki gott merki um að þetta séu heilir menn. Þú líka setur þig í stöðu ef þú neitar þeim, þá finnst þér eins og þú skuldir þeim eitthvað af því þeir gerðu eitthvað fyrir þig. Þetta eru hálfgerðar mútur.“Fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital. Hvaða menn eru þetta og hvernig kemst þú í samband við þá? „Þegar ég kom fyrst út til Sílíkondals og San Francisco fyrir tveimur árum, þá var maður með þessa drauma að fá aðgang að þessum stóru frægu sjóðum sem eru á bak við þessi stóru tæknifyrirtæki sem öll virðast koma frá þessu svæði. Sequoia er fyrsta fyrirtækið sem kemur upp í hugann þegar maður horfir á þessa sjóði. Þetta er elsti og virtasti sjóðurinn í Sílíkondal. Þeir standa á bak við félög eins og Apple, Google, Cisco, Dropbox og Instagram. Það má eiginlega nefna öll stóru fyrirtækin í þessum tækniiðnaði og þá hefur Sequoia komið þar að með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorsteinn. Eftir fjármögnun Sequoia á Plain Vanilla kom einn af starfsmönnum sjóðsins, Roelof Botha, inn í stjórn Plain Vanilla. Botha, sem er fertugur, er með MBA-gráðu frá Stanford og var áður fjármálastjóri PayPal. Hann hefur verið ofarlega á Mídasar-listanum svokallaða hjá Forbes yfir bestu sérfræðingana vestanhafs í áhættufjárfestingum [e. venture capital] undanfarin ár. Botha er í stjórn Instagram og Square.Botha hefur væntanlega skýrar hugmyndir um hvaða stefnu Plain Vanilla eigi að taka? „Þessir sjóðir ganga allir út á það sama, að treysta frumkvöðlinum. Það er þeirra mottó að virða sýn þeirra sem létu þetta verða að veruleika. Þeir eru þekktir fyrir að koma að sem ráðgjafar og hjálpa mjög mikið. Þegar einhver krísa kemur upp eiga þeir að vera eins og klettur sem hægt er að leita til. Að öðru leyti vilja þeir að sama fólk og hafði sýnina leiði fyrirtækið áfram. Að sjálfsögðu hafa þeir skoðanir. Þegar allt gengur vel þá leyfa þeir frumkvöðlinum að ráða ferðinni, en væntanlega ef að hlutirnir fara að ganga illa breytist það. Við höfum ekki enn þá upplifað það að þeir hafi tekið fram fyrir hendurnar á okkur. Ég vona að það gerist aldrei.“ Hundrað þúsund nýir notendur á dagÞorsteinn Baldur Friðriksson hefur byggt upp leikjafyrirtækið Plain Vanilla með eftirtektarverðum árangri. Verðmæti félagsins hefur allt að því tífaldast síðustu vikur og misseri.Fréttablaðið/ValliHvað þýðir það að ganga vel? Það sækja 100 þúsund nýir notendur Quiz Up daglega. Er það gott? „Ég veit að þetta er gott. Við höfum verið mikið í fjölmiðlum vestanhafs. Við erum eitt af hraðast vaxandi samfélagsnetum sem hefur komið út. Að fá 100 þúsund notendur á dag nægir til þess að vera nálægt toppnum á App Store. Við höfum verið að skoppa í kringum efstu sætin. Stundum farið í efsta sæti, farið niður og svo aftur upp. Við höfum haldið stöðugum vexti sem fólki finnst mjög gott.“ Starfsmenn Plain Vanilla hafa fundið mjög sterkt fyrir því að eftirspurn eftir Quiz Up tekur kipp þegar leikurinn er í fjölmiðlum vestanhafs. Þá hafa skapast heilu menningarkimarnir í kringum leikinn og má þar nefna umræðuþræði á netinu og vefsíður tileinkaðar leiknum.Er ekki erfitt að halda sér á jörðinni þegar maður stendur frammi fyrir velgengni af þessu tagi? „Mér finnst gott að vera ekki of lengi úti og koma heim og hitta börnin mín. Ég hef hitt börnin mín minna en ég hefði viljað, en að taka helgi með börnunum þar sem hversdagsleikinn tekur við og venjuleg vandamál sem honum fylgja hjálpar manni mikið. En það hefur verið áskorun eftir að Quiz Up kom út að halda sér niðri á jörðinni.“Hvernig á Quiz Up að afla sér tekna? Fram að þessu hefur verið í lausu lofti hvernig Quiz Up eigi að afla sér tekna. Tekjuleysi tæknifyrirtækja hefur hins vegar ekki staðið í vegi fyrir því að þau séu metin á miklar fjárhæðir. Snapchat aflar t.d. engra tekna en hluthafar þess höfnuðu samt þriggja milljarða dollara yfirtökutilboði frá Facebook. Þorsteinn segir að áhugi hafi skapast hjá kvikmyndastúdíóum og vörumerkjum að kaupa sig inn í ákveðna spurningaflokka í Quiz Up. „Pælingin á bak við það er ekki að vera með beinar auglýsingar inni í leiknum. Okkar draumur er að búa til nýjar tegundir af auglýsingum sem felast í því að fá stórfyrirtæki til að búa til skemmtilega spurningaflokka sem tengjast þeirra vöru. Það væri virðisaukandi fyrir viðkomandi fyrirtæki en einnig fyrir notendur okkar. Það er engin upplifun fyrir notandann að sjá auglýsingu, en ef þetta er skemmtilegur spurningaflokkur þá munu allir vinna. Þetta erum við að skoða núna. Fyrirtæki vestanhafs hafa leitað til okkar með þessa hugmynd.“Í höfuðstöðvunum. Velgengni Plain Vanilla er sögð hafa verið ævintýri líkust. Í umsögn dómnefndarmanns er fjármögnun fyrirtækisins sögð hafa verið árangursrík og bent á áhuga erlendra fjárfesta. Fréttablaðið/ValliÁ þemadögum er mætt í gallafatnaði eða náttfötum Fyrirtækjamenningin hjá Plain Vanilla er einstök á íslenskan mælikvarða en sækir óbeint innblástur í tækni- og nýsköpunarfyrirtæki í Sílikondal í Kaliforníu þar sem frjálslyndi ræður ríkjum. Plain Vanilla hefur haft sérstaka þemadaga þar sem starfsmenn mæta í galla-alklæðnaði (e. „denim on denim“) og þá hafa starfsmenn mætt í náttfötum í vinnuna og borðað saman morgunkorn. „Fyrirtækjamenningu má aldrei þvinga upp á starfsmenn. Þessir þemadagar eru ekki eitthvað sem kemur frá mér sérstaklega heldur er þetta eitthvað sem verður bara til af því að við erum að fíflast yfir daginn og einhver segir: Það væri gaman næsta föstudag ef við gerum þetta. Þetta er sjálfsprottið sem er mikilvægt. Lykillinn er að gefa starfsfólki frelsi. Það er ekki mikill þríhyrningur í stjórnun fyrirtækisins heldur er þetta á jafningjagrundvelli,“ segir Þorsteinn.Spurningaleikir brúa kynslóðabil Ein af ástæðum þess að Quiz Up er jafn vinsæll og raun ber vitni er sú staðreynd að spurningaleikir brúa kynslóðabil og njóta vinsælda í öllum aldurshópum. „Við höfum séð að margir, sem spila aldrei leiki, prófa þetta og finna sitt áhugamál. Það er lykillinn í því sem við erum að gera, þessi ótrúlegi fjöldi spurninga og spurningaflokka í Quiz Up. Það getur hver sem er fundið eitthvað sem hann hefur virkilega áhuga á. Ef þú finnur eitthvað sem þú hefur áhuga á þá finnst þér gaman að svara spurningum um það, gaman að keppa við aðra um það og það er lykillinn að okkar velgegni. Efnið sem er inni í leiknum,“ segir Þorsteinn. Annað og þriðja sæti í vali dómnefndar MarkaðarinsStefán Hrafnkelson, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware.Fréttablaðið/ValliStefán Hrafnkelsson og Björgólfur Jóhannsson Stefán Hrafnkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware, hlaut næstflest atkvæði í kjöri dómnefndar Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Í rökstuðningi nefndarmanna er bent á að Stefán sé frumkvöðull sem náð hafi að byggja upp hátæknifyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og útibú á nokkrum stöðum erlendis. Þá komi nær allar tekjur fyrirtækisins frá erlendum viðskiptavinum. „Mikil fagmennska einkennir rekstur Betware og er fyrirtækið með faggilda vottun samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum. Salan á fyrirtækinu fyrir tvo til þrjá milljarða króna sýnir að það er eftirspurn eftir íslensku hugviti.“ Stefán er sagður hafa alið upp sterkan hóp ungra stjórnenda og búið til sterkan og frjóan fyrirtækjakúltúr í Betware.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Fréttablaðið/ValliÍ þriðja sæti í kjörinu var svo viðskiptamaður ársins frá því í Markaðnum í fyrra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. „Bubbi heldur áfram að draga ferðamenn til landsins eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir einn dómnefndarmaður og bendir á að um leið sé ferðaþjónustan að verða mikilvægari en sjávarútvegurinn. Þá er bent á að félagið hafi notið mikillar velgengni á árinu og að uppbygging þess hafi verið markviss. Þá hafi hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands hækkað um rúm hundrað prósent á einu ári. „Björgólfur er ótrúlega jafnvígur á fjármál og fólk og gríðarlega fljótur að greina hismið frá kjarnanum.“ Aðrir sem komust á blaðBrynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands „Sjóðurinn hefur gríðarlegt bolmagn og hefur raunar gengið mjög vel að ávaxta fé eigenda sinni í krafti stærðar og þess viðsnúnings sem nauðsynlegur var hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta eru allt saman viðskipti af „gamla skólanum“, en fáir sem hafa sambærileg ítök og reynslu eins og Brynjólfur til að stunda slík viðskipti á Íslandi á árangursríkan hátt.“Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS „Fyrsta konan eftir hrun til að stýra félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands. Hún hefur verið ábyrgur og farsæll stjórnandi.“Jón Stephenson von Tetzchner fjárfestir „Jón veðjar stórt á Íslandi þessi misserin og það er gaman að því. Reynsla hans, þekking og tengsl laða „smart money“ að í íslenskum sprota- og nýsköpunarheimi, en þar hefur raunar verið allnokkur þurrð á peningum – hvort heldur sem þeir eru gáfaðir eða heimskir. Hann hefur líka látið til sín taka á fasteignamarkaði og víðar og virðist fullviss um að íslenska efnahagskerfið muni rétta úr kútnum.“Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Sinnum „Við þurfum að beina athyglinni að nýrri hugsun í heilbrigðiskerfinu og nýjum leiðum. Ásdís Halla og hennar samstarfsfólk hefur verið óhrætt að taka frumkvæðið í stað þess að bíða eftir því að stjórnmálamenn leiði nauðsynlegar breytingar – sem þeir munu seint gera.“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova „Glæsilegur árangur í markaðssetningu Nova. Félagið nýtur vaxandi markaðshlutdeildar á hörðum samkeppnismarkaði um leið og góðum rekstrarárangri er skilað.“Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 „Hann kom úr fiskinum, hefur endurskipulagt félagið, selt frá því einingar og nú síðast skráð það á markað með velheppnuðu hlutafjárútboði.“Kristján Loftsson forstjóri Hvals „Kristján er orðinn einn valdamesti maður viðskiptalífsins eftir kaup hans á hlutabréfum erfingja Árna Vilhjálmssonar í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi. Hann heldur nú um alla þræði í HB Granda og fær að veiða hvali óáreittur. Auk þess hafa Kristján og Arion banki sammælst um að skrá HB Granda á aðalmarkaðinn á næsta ári sem mun auka verðmæti útgerðarrisans til muna.“Skúli Mogensen forstjóri WOW Air „Skúli virðist staðráðinn í að afsanna kenningu Richards Branson um að leiðin til að verða milljónamæringur sé að verða fyrst milljarðamæringur og stofna svo flugfélag. Fáir höfðu trú á WOW þegar Skúli lagði af stað í þennan leiðangur.“Valur Ragnarsson forstjóri Medis „Oft á tíðum er horft fram hjá dótturfélögum Actavis í vali af þessu tagi en Medis hefur náð eftirtektarverðum árangri fyrir Actavis-samstæðuna. Valur leikur lykilhlutverk í tekjumyndun á samheitasviði Actavis.Jón Sigurðsson forstjóri Össurar „Jón hefur tekist á við krefjandi markaðsaðstæður og mætt þeim með kostnaðaraðhaldi sem farið er að skila sér í betri afkomu sem styrkir félagið til langframa og getu þess til að takast á við vöxt þegar markaðir taka við sér.“Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti:Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira