Fótbolti

Eigandi Malaga kennir kynþáttafordómum um ófarirnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Abdullah Al-Thani, eigandi spænska liðsins Malaga, kallaði í kvöld eftir rannsókn Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitum leiks liðsins gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Al-Thani er vellauðugur sjeik frá Katar en Malaga mátti sætta sig við naumt tap gegn Dortmund, 3-2, þar sem þeir þýsku skoruðu tvívegis í uppbótartíma. Sigurmark Dortmund hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu.

„Ég er leiður yfir því að hafa fallið svona úr leik. Óréttlæti og kynþáttafordómar," skrifaði Al-Thani á Twitter-síðu sína í kvöld.

Í desember síðastliðnum var Malaga dæmt í eins árs keppnisbann frá mótum á vegum UEFA vegna fjárhagsvandræða félagsins. Bannið tekur gildi ef liðið kemst í Evrópukeppni á næstu fjórum árum.

Skrif Al-Thani á Twitter má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×