Deilurnar snúast um Þjóðhátíð 9. apríl 2013 17:13 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson
Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
"Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10