Golf

Missir af Masters

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Clarke sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2011.
Clarke sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2011. Nordicphotos/Getty
Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni.

„Það er með trega í hjarta sem ég tilkynni að ég mun ekki geta leikið á Augusta í ár," segir í tilkynningu sem Clarke birti á heimasíðu sinni. Clarke tognaði aftan í læri í fríi á Bahama-eyjum á dögunum og missir fyrir vikið af fyrsta stórmóti ársins.

„Að spila á Masters er ein mesta unaðstilfinning kylfingsins svo það eru gríðarleg vonbrigði að geta ekki verið með," segir Clarke.

Clarke hætti við keppni á Valero Texas mótinu í síðustu viku vegna meiðslanna. Var hugmyndin sú að koma sér í stand fyrir Masters-mótið og hefur hann farið í sjúkraþjálfun tvisvar á dag til að vinna bug á meiðslunum. Því miður fyrir Norður-Írann og stuðningsmenn hans hefur Clarke tapað kapphlaupinu við tímann.

Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×