Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2013 19:00 Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57