Hlutdrægni Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 24. júlí 2013 07:00 Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar