Innlent

Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Ingi í Hæstarétti.
Einar Ingi í Hæstarétti. Mynd/ Anton Brink.
Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. Héraðadómur Reykjaness hafði dæmt Andreu í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár.

Þá dæmdi Hæstiréttur Óttar Gunnarsson í fjögurra ára fangelsi en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði.

Sýknudómur yfir Einari Marteinssyni var staðfestur, en hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í um sex mánuði.

Hér má sjá Hæstaréttardóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×