Fór hann illa fram úr rúminu? Jóhann Hauksson skrifar 31. janúar 2013 12:00 Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Tengdar fréttir Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun