Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Svavar Hávarðsson skrifar 22. júní 2013 07:00 Norðlingaölduveita og tengdar virkjanir Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákvað í gær að fresta undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum. Brást hann við eftir að forstjóri Landsvirkjunar sendi ráðuneytinu og Umhverfisstofnun skorinort bréf þar sem fyrirtækið áskilur sér rétt til að fara fyrir dómstóla ef málinu verði ekki frestað. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sendi Sigurði Inga bréf á fimmtudag þar sem hann lýsir yfir furðu sinni á boðskorti í nafni ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins og forstjóra Umhverfisstofnunar sem honum hafði borist daginn áður. Þar var honum, eins og um 70 öðrum, boðið að vera viðstaddur undirritun friðlýsingu Þjórsárvera í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar segir að boðskortið hafi komið „verulega á óvart“, enda hafi fyrirtækið ekki fengið neinar upplýsingar að það stæði til að ganga frá stækkun friðlandsins.Iðnaðarráðherra segir fréttir Þrátt fyrir ákvörðun Sigurðar Inga fengust fyrst fréttir af því að hugsanlega yrði málinu frestað í viðtali mbl.is við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þar sagðist hún hafa farið fram á það við Sigurð Inga að hann frestaði undirritun og að hann færi betur yfir málið, en Landsvirkjun hafði sent Ragnheiði afrit af bréfinu. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, tekur undir það að í bréfi Landsvirkjunar felist þungar ásakanir, að stjórnsýsluferlið standist ekki landslög. „En þar er að finna athugasemdir sem hafa ekki komið fram áður, svo við töldum rétt að skoða þær,“ sagði Kristín og bætti við að lögfræðingar umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar væru að fara yfir athugasemdir Landsvirkjunar sameiginlega. Alþingi Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, málið upp og innti forsætisráðherra eftir afstöðu sinni til friðlandsins í Þjórsárverum og því á hverju þessi ákvörðun væri byggð - og duldist engum að fyrrverandi umhverfisráðherra var misboðið. Furðaði Svandís sig á því að upplýsingarnar komu fram í viðtali við iðnaðarráðherra, en ekki umhverfisráðherra sem málaflokkurinn heyrir undir. „Hér er enn eitt dæmið um það hversu undarlega umhverfismálum er skipað í nýrri ríkisstjórn, náttúruvernd mætir þar afgangi,“ sagði Svandís. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að vinna þyrfti mál faglega og huga að samráði við aðila sem málinu tengjast. Hvað friðlýsinguna varðaði sagði forsætisráðherra að Svandísi ætti að vera það ljóst að frestunin var tilkomin vegna athugasemda sem bárust frá sveitarfélögum og Landsvirkjun. Eðlilegt hefði verið talið að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að koma ábendingum sínum á framfæri.Norðlingaölduveita Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gagnrýndi ákvörðun Sigurðar Inga harðlega í viðtali við Vísi í gær. „Þetta er fordæmalaus uppákoma. Um er að ræða svæði sem er í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun og Landsvirkjun hefur engar athugasemdir gert við þá samþykkt Alþingis að Þjórsárver væru í verndarflokki. Núna er greinilegt að Landsvirkjun vill færa Þjórsárver úr verndarflokki í nýtingarflokk. Þá má segja að Landsvirkjun hafi rofið þann frið sem hefur náðst um rammaáætlun,“ sagði Árni. Landsvirkjun sendi frá sér fréttatilkynningu síðdegis í gær vegna málsins. Þar kemur fram, eins og oft áður, mat fyrirtækisins að Norðlingaölduveita sé með hagkvæmustu virkjunarkostum á landinu og langt utan núverandi friðlandsmarka Þjórsárvera, en innan fyrirhugaðrar stækkunar friðlandsins til suðurs. „Í tilfelli Norðlingaölduveitu, sem Alþingi veitti heimild til að reisa árið 2003, telur Landsvirkjun eðlilegt að færi sé gefið á að endurskoða núverandi tilhögun, t.d. mismunandi rekstrarhæðir veitulóns. Áform um stækkun friðlandsins til suðurs myndi útiloka slíka breytta tilhögun. Landsvirkjun hefur lagt áherslu á bæði nýtingar- og verndarsjónarmið við útfærslu á Norðlingaölduveitu en sú friðlýsing, sem lögð er til, virðist koma í veg fyrir að slíkur kostur sé tekinn til skoðunar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Bent skal á að unnið hefur verið að stækkum friðlandsins í Þjórsárverum samkvæmt náttúruverndaráætlun 2009-2013. Með stækkuninni hefði friðlandið stækkað úr 375 ferkílómetrum eins og nú er, í 1.563 ferkílómetra.Landsvirkjun styður stækkun friðlands➜Málsmeðferð ólögmætLandsvirkjun hefur gert athugasemdir við drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum og bent á að undirritun þeirra í dag [gær] hefði ekki staðist lög í ljósi verulegra annmarka á málsmeðferð. Landsvirkjun er augljós hagsmunaaðili á svæðinu og skiptir fyrirtækið því miklu máli að málsmeðferðin sé lögmæt, málefnaleg og vönduð. […] Sú málsmeðferð, að undanskilja Landsvirkjun sem hagsmunaaðila í þessu friðlýsingarferli, stenst ekki skoðun og því þarf að koma til kasta ráðuneytisins að fylgja lögbundinni málsmeðferð.➜ Landsvirkjun styður stækkun friðlands Þjórsárvera Landsvirkjun ítrekar að fyrirtækið styður stækkun friðlands Þjórsárvera og setur sig ekki á móti friðlýsingum, þvert á móti er friðlýsing studd þar sem það á við. Landsvirkjun hefur vakið athygli Alþingis á að fyrirtækið styðji þá stækkunartillögu sem samstarfshópur umhverfisráðuneytis og viðkomandi sveitarfélaga náði samkomulagi um á árinu 2007 þar sem var lagt til að friðlandið verði stækkað til norðausturs og til vesturs en ekki til suðurs.Fréttatilkynning Landsvirkjunar í gær. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákvað í gær að fresta undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum. Brást hann við eftir að forstjóri Landsvirkjunar sendi ráðuneytinu og Umhverfisstofnun skorinort bréf þar sem fyrirtækið áskilur sér rétt til að fara fyrir dómstóla ef málinu verði ekki frestað. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sendi Sigurði Inga bréf á fimmtudag þar sem hann lýsir yfir furðu sinni á boðskorti í nafni ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins og forstjóra Umhverfisstofnunar sem honum hafði borist daginn áður. Þar var honum, eins og um 70 öðrum, boðið að vera viðstaddur undirritun friðlýsingu Þjórsárvera í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar segir að boðskortið hafi komið „verulega á óvart“, enda hafi fyrirtækið ekki fengið neinar upplýsingar að það stæði til að ganga frá stækkun friðlandsins.Iðnaðarráðherra segir fréttir Þrátt fyrir ákvörðun Sigurðar Inga fengust fyrst fréttir af því að hugsanlega yrði málinu frestað í viðtali mbl.is við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þar sagðist hún hafa farið fram á það við Sigurð Inga að hann frestaði undirritun og að hann færi betur yfir málið, en Landsvirkjun hafði sent Ragnheiði afrit af bréfinu. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, tekur undir það að í bréfi Landsvirkjunar felist þungar ásakanir, að stjórnsýsluferlið standist ekki landslög. „En þar er að finna athugasemdir sem hafa ekki komið fram áður, svo við töldum rétt að skoða þær,“ sagði Kristín og bætti við að lögfræðingar umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar væru að fara yfir athugasemdir Landsvirkjunar sameiginlega. Alþingi Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, málið upp og innti forsætisráðherra eftir afstöðu sinni til friðlandsins í Þjórsárverum og því á hverju þessi ákvörðun væri byggð - og duldist engum að fyrrverandi umhverfisráðherra var misboðið. Furðaði Svandís sig á því að upplýsingarnar komu fram í viðtali við iðnaðarráðherra, en ekki umhverfisráðherra sem málaflokkurinn heyrir undir. „Hér er enn eitt dæmið um það hversu undarlega umhverfismálum er skipað í nýrri ríkisstjórn, náttúruvernd mætir þar afgangi,“ sagði Svandís. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að vinna þyrfti mál faglega og huga að samráði við aðila sem málinu tengjast. Hvað friðlýsinguna varðaði sagði forsætisráðherra að Svandísi ætti að vera það ljóst að frestunin var tilkomin vegna athugasemda sem bárust frá sveitarfélögum og Landsvirkjun. Eðlilegt hefði verið talið að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að koma ábendingum sínum á framfæri.Norðlingaölduveita Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gagnrýndi ákvörðun Sigurðar Inga harðlega í viðtali við Vísi í gær. „Þetta er fordæmalaus uppákoma. Um er að ræða svæði sem er í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun og Landsvirkjun hefur engar athugasemdir gert við þá samþykkt Alþingis að Þjórsárver væru í verndarflokki. Núna er greinilegt að Landsvirkjun vill færa Þjórsárver úr verndarflokki í nýtingarflokk. Þá má segja að Landsvirkjun hafi rofið þann frið sem hefur náðst um rammaáætlun,“ sagði Árni. Landsvirkjun sendi frá sér fréttatilkynningu síðdegis í gær vegna málsins. Þar kemur fram, eins og oft áður, mat fyrirtækisins að Norðlingaölduveita sé með hagkvæmustu virkjunarkostum á landinu og langt utan núverandi friðlandsmarka Þjórsárvera, en innan fyrirhugaðrar stækkunar friðlandsins til suðurs. „Í tilfelli Norðlingaölduveitu, sem Alþingi veitti heimild til að reisa árið 2003, telur Landsvirkjun eðlilegt að færi sé gefið á að endurskoða núverandi tilhögun, t.d. mismunandi rekstrarhæðir veitulóns. Áform um stækkun friðlandsins til suðurs myndi útiloka slíka breytta tilhögun. Landsvirkjun hefur lagt áherslu á bæði nýtingar- og verndarsjónarmið við útfærslu á Norðlingaölduveitu en sú friðlýsing, sem lögð er til, virðist koma í veg fyrir að slíkur kostur sé tekinn til skoðunar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Bent skal á að unnið hefur verið að stækkum friðlandsins í Þjórsárverum samkvæmt náttúruverndaráætlun 2009-2013. Með stækkuninni hefði friðlandið stækkað úr 375 ferkílómetrum eins og nú er, í 1.563 ferkílómetra.Landsvirkjun styður stækkun friðlands➜Málsmeðferð ólögmætLandsvirkjun hefur gert athugasemdir við drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum og bent á að undirritun þeirra í dag [gær] hefði ekki staðist lög í ljósi verulegra annmarka á málsmeðferð. Landsvirkjun er augljós hagsmunaaðili á svæðinu og skiptir fyrirtækið því miklu máli að málsmeðferðin sé lögmæt, málefnaleg og vönduð. […] Sú málsmeðferð, að undanskilja Landsvirkjun sem hagsmunaaðila í þessu friðlýsingarferli, stenst ekki skoðun og því þarf að koma til kasta ráðuneytisins að fylgja lögbundinni málsmeðferð.➜ Landsvirkjun styður stækkun friðlands Þjórsárvera Landsvirkjun ítrekar að fyrirtækið styður stækkun friðlands Þjórsárvera og setur sig ekki á móti friðlýsingum, þvert á móti er friðlýsing studd þar sem það á við. Landsvirkjun hefur vakið athygli Alþingis á að fyrirtækið styðji þá stækkunartillögu sem samstarfshópur umhverfisráðuneytis og viðkomandi sveitarfélaga náði samkomulagi um á árinu 2007 þar sem var lagt til að friðlandið verði stækkað til norðausturs og til vesturs en ekki til suðurs.Fréttatilkynning Landsvirkjunar í gær.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira