Draumurinn að Harpa standi undir sér Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2013 13:28 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir reksturinn vera langhlaup. Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira