„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 13:08 Gunnar Áki Kjartansson bjargaði ungum karlmanni frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Myndir/Hari og úr Einkasafni Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira