Innlent

Vilja breyta frídagakerfinu

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
 Íslendingar myndu halda verkamannahelgina hátíðlega fyrstu helgina í maí verði frumvarp Bjartrar framtíðar að lögum.
Íslendingar myndu halda verkamannahelgina hátíðlega fyrstu helgina í maí verði frumvarp Bjartrar framtíðar að lögum. Fréttablaðið/Daníel
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um breytingar á frídögum. Í því er lagt til að almennir frídagar vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta verði næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á.

Þar sem sumardaginn fyrsta ber stundum upp á sama dag og skírdag er lagt til að veita almennan frídag vegna hans á miðvikudeginum þar á undan. Þá er lagt til að 1. maí verði haldinn hátíðlegur fyrsta mánudaginn í maí og veitt almennt frí þann dag. Sú helgi yrði þá nefnd „verkamannahelgin“.

Frumvarpinu er jafnframt ætlað að tryggja að þegar lögboðnu frídagana jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní ber upp á helgi séu veittir almennir frídagar í stað þeirra næsta virkan dag á eftir. Beri bæði jóladag og annan í jólum upp á sömu helgi þá eru mánudagur og þriðjudagur þar á eftir frídagar. Lagt er til að lögin taki gildi 1. janúar 2014.-jme




Fleiri fréttir

Sjá meira


×