Nú stendur yfir ársþing KKÍ en nú þegar hafa verið samþykktar tillögur um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í svokölluðum fyrirtækjabikar.
Keppnin verður nú færð fram fyrir Íslandsmótið og verður því mótið aftur hluti af undirbúningstímabilinu, eins og var fyrir tveimur árum síðan.
Átta liða úrslit verða tekin upp sem þýðir að tvö lið komast áfram úr hverjum riðli. Það lið sem endar ofar fær heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum. Undanúrslit og úrslit fara svo fram á einni helgi á sama stað og verið hefur.
Meðal þess sem eftir á að taka fyrir eru tillögur um að taka upp svokallaða 4+1 reglu í efstu deild karla, líkt og verið hefur í efstu deild kvenna og 1. deild karla.
Í vetur hafa lið í efstu deild karla mátt vera með tvo erlenda leikmenn inn á vellinum hverju sinni en samkvæmt 4+1 reglunni mætti bara vera með einn útlending inn á.
Fyrirtækjabikarnum breytt í körfunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti