Körfubolti

NBA í nótt: Kobe á bekknum en Lakers vann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant fer hér yfir málin með Dwight Howard.
Kobe Bryant fer hér yfir málin með Dwight Howard. Mynd/AP
Kobe Bryant gat lítið beitt sér þegar að LA Lakers mætti Indiana á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann engu að síður leikinn, 99-93.

Bryant meiddist í síðasta leik er hann tognaði illa á ökkla. Hann var engu að síður í byrjunarliðinu og spilaði fyrsta leikhlutann.

Það var augljóst að hann átti lítið erindi inn á völlinn. Hann skaut fimm sinnum en skoraði ekkert. Bryant kom ekkert við sögu eftir fyrsta leikhlutann inn á vellinum.

Hann reyndi þó að hafa áhrif utan vallarins og var duglegur að kalla leikmenn til sín og gefa þeim hin ýmsu ráð. Hann gerðist í raun þjálfari liðsins og það með þessum ágæta árangri.

Bryant var spurður eftir leik hvað hann myndi gera ef hann þyrfti að vera frá í lengri tíma vegna meiðslanna „Ég ætla bara að halda áfram að þjálfa," sagði hann og uppskar hlátur blaðamanna.

Dwight Howard setti niður mikilvæga körfu þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum og það tryggði Lakers sigurinn. Hann skoraði 20 stig og Metta World Peace nítján.

Hjá Indiana var George Hill stigahæstur með 27 stig en Paul George kom næstur með 29 stig.

Miami vann sinn 21. sigur í röð er liðið mætti Milwaukee á útivelli. Lokatölur voru 107-94.

LeBron James og Chris Bosh skoruðu 28 stig hvor í leiknum en Miami er aðeins eitt fjögurra liða í sögu deildarinnar sem hafa unnið 20 leiki í röð. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Indiana þann 1. febrúar síðastliðinn.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Charlotte 92-78

Washington - New Orleans 96-87

Indiana - LA Lakers 93-99

Atlanta - Phoenix 107-94

Houston - Minnesota 108-100

Oklahoma City - Orlando 117-104

Milwaukee - Miami 94-107

Dallas - Cleveland 96-86

Denver - Memphis 87-80

Golden State - Chicago 95-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×