Betra skipulag Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun