Lífið

Heimilislaus átján ára

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez prýðir forsíðu W magazine og segir líf sitt ekki alltaf hafa verið dans á rósum þó það sé sannarlega mikið lúxuslíf núna.

Þessi 43ja ára ofurkona segist hafa orðið heimilislaus aðeins átján ára eftir rifrildi við móður sína Guadalupe Rodriguez. Þá svaf Jennifer í sófa í dansstúdíóinu þar sem hún lærði dans. Rifrildið spratt upp úr því að Jennifer vildi frama í sviðsljósinu en foreldrar hennar voru ósáttir við það.

Heimsfræg í dag.
“Okkur mömmu lenti saman. Ég vildi ekki fara í skóla heldur dansa. Þannig að við tókum pásum frá hvor annarri. Ég svaf á sófanum í dansstúdíóinu. Ég var heimilislaus,” segir Jennifer en ekki leið á löngu þar til hún fékk fyrsta verkefnið.

Með mömmu.
“Ég fékk dansverkefni í Evrópu nokkrum mánuðum síðar. Síðan fékk ég hlutverk í In Living Color þegar ég sneri aftur heim og flutti til Los Angeles. Þetta gerðist allt á einu ári.”

Stjarna fyrir stjörnu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.