Boðar nefnd til að vinna úr og "leiðrétta" skýrslu um ÍLS Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júlí 2013 19:00 Forsætisráðherra segir að skipuð verði nefnd til að bregðast við skýrslu um Íbúðalánasjóð og meta framtíð húsnæðismála. Nefndin fær ekki aðeins það verkefni að vinna úr skýrslunni heldur einnig leiðrétta villur sem eru í henni. Forsætisráðherra hefur ýmsar athugasemdir við efni skýrslunnar og telur framsetninguna gagnrýniverða. Forsætisráðherra hefur notað síðustu daga til að kynna sér rannsóknarskýrslu Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs. „Framsetningin kom mér svolítið á óvart. Meðal annars með hvaða hætti menn áætluðu tap. Tóku reyndar fram ítrekað í skýrslunni að þetta væru tölur sem byggðu á lauslegum áætlunum og mætti ekki taka of hátíðlega. En bilið þarna, t.d að einn liðurinn skuli vera 0-103 milljarðar er býsna breitt. Annars staðar 32-170 milljarðar. Svo hefur reyndar Íbúðalánasjóður sjálfur farið ágætlega yfir þetta og gert grein fyrir mati sjóðsins á raunverulegu tapi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra er ekki sá fyrsti sem gerir athugasemd við tölu um heildartap sjóðsins, 270 milljarða króna, en í raun er um varfærið mat af hálfu nefndarinnar að ræða. Nefndin er að segja að slíkt tap geti raungerst, en fullyrðir hvergi að talan sé meitluð í stein. Þá hafa málsmetandi menn talið að tap skattgreiðenda vegna Íbúðalánasjóðs geti orðið enn hærra þegar uppi er staðið. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur heldur því t.d fram í nýjasta þætti Klinksins að tapið geti orðið enn meira en 270 milljarðar króna. Velta má fyrir sér, í ljósi útlánataps almennt hjá sjóðnum, hvort betra sé að beita varfærnu mati og hafa töluna heldur hærri, en þetta er matsatriði. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að sú ákvörðun að breyta útlánum og fjármögnun Íbúðalánasjóðs árið 2004 með niðurlagningu húsbréfakerfisins og hækkun veðhlutfalla almennra lána sjóðsins úr 65 prósentum í 90 prósent hafi verið „vegferð sem endaði illa og verið þjóðinni dýrkeypt.“ Sigmundur Davíð segir þetta órökstutt í skýrslunni.„Kannski einhverjir stúdentar“ „Það eru ekki færð rök fyrir því hvernig þessi svokölluðu 90 prósenta lán hafi valdið þessari þenslu enda eru slík rök ekki til staðar. Þetta voru ekki eiginleg 90 prósenta lán, nema örfá, vegna þess að það voru skilyrði sem giltu varðandi brunabótamat og hámarksupphæðir. Þetta fór held ég mest í 15 milljónir (lánveiting innsk. blm). Það voru kannski einhverjir stúdentar sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð, fáeinir hér á höfuðborgarsvæðinu sem tóku eiginleg 90 prósenta lán hjá Íbúðalánasjóði en þeir settu ekki fasteignamarkaðinn eða efnahagslífið á hliðina,“ segir Sigmundur Davíð.Hver telur þú að sé mikilvægasti lærdómurinn sem við getum dregið af niðurstöðum skýrsluhöfunda? „Núna þegar það liggur fyrir að það verði farið í gegnum húsnæðiskerfið á Íslandi og byggt upp nýtt kerfi þá er mjög æskilegt að þessi skýrsla nýtist til að kanna hvað megi læra af fortíðinni. Þess vegna er rétt að setja hóp manna í að fara í gegnum þessa skýrslu, rétt eins og sérstök nefnd vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis um bankana, til þess að kanna hvaða lærdóm megi draga af þessu og þá gefst um leið tækifæri til þess að leiðrétta hugsanlega villur,“ segir Sigmundur Davíð. Nefndin mun semsagt einnig fá það verkefni að leiðrétta villur í skýrslunni um Íbúðalánasjóð.Tvær villur leiðréttar opinberlega Þess skal þó getið að enn sem komið er hefur aðeins verið bent á tvær augljósar villur í skýrslunni. Þar er annars vegar um að ræða einhliða frásögn þingmannsins fyrrverandi Þórs Saari um margra ára gamalt samtal sitt við látinn mann, Eirík Guðnason fyrrverandi seðlabankastjóra, en hún var kveðin í kútinn af Seðlabankanum. Og hins vegar staðhæfingu um að starf kynningarstjóra Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið auglýst á sínum tíma, en það var sannarlega auglýst. Þessar villur hafa hins vegar gefið gagnrýnendum skýrslunnar mikið fóður til að brjóta niður trúverðugleika hennar, eðli málsins samkvæmt. Þar fara þeir fremstir í flokki sem mest eru gagnrýndir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skipuð verði nefnd til að bregðast við skýrslu um Íbúðalánasjóð og meta framtíð húsnæðismála. Nefndin fær ekki aðeins það verkefni að vinna úr skýrslunni heldur einnig leiðrétta villur sem eru í henni. Forsætisráðherra hefur ýmsar athugasemdir við efni skýrslunnar og telur framsetninguna gagnrýniverða. Forsætisráðherra hefur notað síðustu daga til að kynna sér rannsóknarskýrslu Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs. „Framsetningin kom mér svolítið á óvart. Meðal annars með hvaða hætti menn áætluðu tap. Tóku reyndar fram ítrekað í skýrslunni að þetta væru tölur sem byggðu á lauslegum áætlunum og mætti ekki taka of hátíðlega. En bilið þarna, t.d að einn liðurinn skuli vera 0-103 milljarðar er býsna breitt. Annars staðar 32-170 milljarðar. Svo hefur reyndar Íbúðalánasjóður sjálfur farið ágætlega yfir þetta og gert grein fyrir mati sjóðsins á raunverulegu tapi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra er ekki sá fyrsti sem gerir athugasemd við tölu um heildartap sjóðsins, 270 milljarða króna, en í raun er um varfærið mat af hálfu nefndarinnar að ræða. Nefndin er að segja að slíkt tap geti raungerst, en fullyrðir hvergi að talan sé meitluð í stein. Þá hafa málsmetandi menn talið að tap skattgreiðenda vegna Íbúðalánasjóðs geti orðið enn hærra þegar uppi er staðið. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur heldur því t.d fram í nýjasta þætti Klinksins að tapið geti orðið enn meira en 270 milljarðar króna. Velta má fyrir sér, í ljósi útlánataps almennt hjá sjóðnum, hvort betra sé að beita varfærnu mati og hafa töluna heldur hærri, en þetta er matsatriði. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að sú ákvörðun að breyta útlánum og fjármögnun Íbúðalánasjóðs árið 2004 með niðurlagningu húsbréfakerfisins og hækkun veðhlutfalla almennra lána sjóðsins úr 65 prósentum í 90 prósent hafi verið „vegferð sem endaði illa og verið þjóðinni dýrkeypt.“ Sigmundur Davíð segir þetta órökstutt í skýrslunni.„Kannski einhverjir stúdentar“ „Það eru ekki færð rök fyrir því hvernig þessi svokölluðu 90 prósenta lán hafi valdið þessari þenslu enda eru slík rök ekki til staðar. Þetta voru ekki eiginleg 90 prósenta lán, nema örfá, vegna þess að það voru skilyrði sem giltu varðandi brunabótamat og hámarksupphæðir. Þetta fór held ég mest í 15 milljónir (lánveiting innsk. blm). Það voru kannski einhverjir stúdentar sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð, fáeinir hér á höfuðborgarsvæðinu sem tóku eiginleg 90 prósenta lán hjá Íbúðalánasjóði en þeir settu ekki fasteignamarkaðinn eða efnahagslífið á hliðina,“ segir Sigmundur Davíð.Hver telur þú að sé mikilvægasti lærdómurinn sem við getum dregið af niðurstöðum skýrsluhöfunda? „Núna þegar það liggur fyrir að það verði farið í gegnum húsnæðiskerfið á Íslandi og byggt upp nýtt kerfi þá er mjög æskilegt að þessi skýrsla nýtist til að kanna hvað megi læra af fortíðinni. Þess vegna er rétt að setja hóp manna í að fara í gegnum þessa skýrslu, rétt eins og sérstök nefnd vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis um bankana, til þess að kanna hvaða lærdóm megi draga af þessu og þá gefst um leið tækifæri til þess að leiðrétta hugsanlega villur,“ segir Sigmundur Davíð. Nefndin mun semsagt einnig fá það verkefni að leiðrétta villur í skýrslunni um Íbúðalánasjóð.Tvær villur leiðréttar opinberlega Þess skal þó getið að enn sem komið er hefur aðeins verið bent á tvær augljósar villur í skýrslunni. Þar er annars vegar um að ræða einhliða frásögn þingmannsins fyrrverandi Þórs Saari um margra ára gamalt samtal sitt við látinn mann, Eirík Guðnason fyrrverandi seðlabankastjóra, en hún var kveðin í kútinn af Seðlabankanum. Og hins vegar staðhæfingu um að starf kynningarstjóra Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið auglýst á sínum tíma, en það var sannarlega auglýst. Þessar villur hafa hins vegar gefið gagnrýnendum skýrslunnar mikið fóður til að brjóta niður trúverðugleika hennar, eðli málsins samkvæmt. Þar fara þeir fremstir í flokki sem mest eru gagnrýndir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira