Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 20:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira