Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 20:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira