Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 20:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira