Erlent

Sagði heimsmeistarann í fimleikum hafa unnið vegna þess að hún sé svört

Hér má sjá sigurvegarann, hina bandarísku Simone Biles.
Hér má sjá sigurvegarann, hina bandarísku Simone Biles.
Ítölsk fimleikastúlka hefur vakið mikla hneykslan með orðum sínum um að fyrsta svarta konan til þess að vinna heimsmeistaratitil hafi aðeins unnið vegna þess hvernig hún er á litinn. Þetta kemur fram hjá Daily Mail.

Sú sem vann er hin 16 ára gamla Simone Biles frá Bandaríkjunum. Tilkynnt var um úrslitin á föstudaginn var.

Carlotta Ferlito, sem varð í fimmta sæti á mótinu, sagði við fjölmiðla stuttu eftir að tilkynnt var um úrslitin að hún og Vannessa Ferrari samlandi hennar, hefðu verið að grínast með það að mála sjálfar sig svartar til þess að eiga möguleika á því að vinna.



Hin ítalska Carlotta við æfingar.
Carlotta hefur þó beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, hún skrifaði á Twitter síðu sína að hún bæði bandarísku stúlkurnar afsökunar á þessum ummælum sínum. Hún hefði ekki ætlað sér að hljóma eins og rasisti. Hún elskaði Simone og væri mikill aðdáandi bandaríska fimleikaliðsins.

„Ég gerði mistök, ég er ekki fullkomin, ég hugsaði ekki hvað ég var að segja, ég er bara manneskja og mér líður mjög illa yfir þessu,“ sagði Carlotta.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Carlotta lætur ummælin falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×