Skaðinn af netárásinni á Vodafone varanlegur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2013 19:33 Það sem af er ári hafa þúsundir netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður. Aðeins er tímaspursmál hvenær mikilvægir innviðir íslensks samfélags verða fyrir árás. Litla þekkingu þarf til að framkvæma árás af þessu tagi, aðeins tíma og þolinmæði. Eins og Vísir greindi frá í dag hafa þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er ári. Vefsíðurnar eru af öllum toga, þar á meðal eru heimasíður íslenskra endurskoðenda, lögmanna, Metróborgara, Frumherja, Samtakanna 78, heimasíður Gaua litla og Vífilfells. Á vefsíðunni Zone-H eru þessar árásir birtar. Þessir tölvurþjótar eru nær undantekningalaust að reyna að vekja athygli á sjálfum sér með árásunum — nauðsynlegur liður í þessu er að afskræma vefsíðurnar. Þetta er í raun stafrænt tagg. Jafnframt er þetta oft tilraun til að vekja athygli á öryggisbrestum í tölvukerfi viðkomandi fyrirtækja. Greiningarfyrirtækið KPMG hefur bent á að netvarnir margra af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins eru í molum. Þar á meðal er heilbrigðisgeirinn þar sem mikil hætta er talin á að tölvurþrjótar geti brotist inn og komist í viðkvæmum gögnum.Með því að fá viðkomandi einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni fær tölvurþrjóturinn um leið aðgang að tölvu viðkomandi.MYND/DANÍELSjálft hakkið er ekki flókið fyrir þann sem þann sem hefur grunnþekkingu á forritun og tölvukerfum. Það þarf aðeins ókeypis hugbúnaðar sem hægt er að nálgast á netinu og forritið leiðir hakkarann í gegnum ferlið. Það sér nánast um vinnuna fyrir tölvuþrjótinn. Svavar Ingi, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa, og Helga, tölvunarfræðingur og áhugahakkari með meiru, sýndu okkur hvernig tölvuþrjóturinn fer að. „Á klukkutíma er ég búin að setja saman tölvu frá grunni sem er með rétta tólið til að plata fólk og ná stjórn á tölvum þeirra,“ segir Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Með því að fá einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni, til dæmis uppfærslu á forriti, fær tölvuþrjóturinn aðgang að tölvu viðkomandi og getur í raun gert það sem honum sýnist.Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL„Það sem notandinn sér er melding eða skilaboð um að samþykkja ákveðna uppfærslu eða annað. Með þessu samþykki fæ ég aðgang að tölvunni. Við getum til dæmis tekið mynd með vefmyndavél tölvunnar.“ Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, tilheyrir öflugum hópi tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Þau hafa fylgst náið með lekamálinu mikla sem kom upp um helgina þegar um viðkvæmum persónuupplýsingum var lekið eftir árás á vefkerfi Vodafone. „Þeir sem eru í kringum mig og eru í því að hakka og fylgjast með netöryggi voru í raun að búast við slíkri árás,“ segir Helga. Hún segir skaðann af tölvuárásinni á Vodafone varanlegan. „Þetta eru upplýsingar sem hægt er að nota til komast inn á aðra staði. Svo eru líka IP tölur þarna og það er hægt að misnota þær til að hreinlega brjótast inn hjá fólki.“Hægt er að lesa nánar um lekamálið mikla hér. Tengdar fréttir Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45 Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45 Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það sem af er ári hafa þúsundir netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður. Aðeins er tímaspursmál hvenær mikilvægir innviðir íslensks samfélags verða fyrir árás. Litla þekkingu þarf til að framkvæma árás af þessu tagi, aðeins tíma og þolinmæði. Eins og Vísir greindi frá í dag hafa þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er ári. Vefsíðurnar eru af öllum toga, þar á meðal eru heimasíður íslenskra endurskoðenda, lögmanna, Metróborgara, Frumherja, Samtakanna 78, heimasíður Gaua litla og Vífilfells. Á vefsíðunni Zone-H eru þessar árásir birtar. Þessir tölvurþjótar eru nær undantekningalaust að reyna að vekja athygli á sjálfum sér með árásunum — nauðsynlegur liður í þessu er að afskræma vefsíðurnar. Þetta er í raun stafrænt tagg. Jafnframt er þetta oft tilraun til að vekja athygli á öryggisbrestum í tölvukerfi viðkomandi fyrirtækja. Greiningarfyrirtækið KPMG hefur bent á að netvarnir margra af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins eru í molum. Þar á meðal er heilbrigðisgeirinn þar sem mikil hætta er talin á að tölvurþrjótar geti brotist inn og komist í viðkvæmum gögnum.Með því að fá viðkomandi einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni fær tölvurþrjóturinn um leið aðgang að tölvu viðkomandi.MYND/DANÍELSjálft hakkið er ekki flókið fyrir þann sem þann sem hefur grunnþekkingu á forritun og tölvukerfum. Það þarf aðeins ókeypis hugbúnaðar sem hægt er að nálgast á netinu og forritið leiðir hakkarann í gegnum ferlið. Það sér nánast um vinnuna fyrir tölvuþrjótinn. Svavar Ingi, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa, og Helga, tölvunarfræðingur og áhugahakkari með meiru, sýndu okkur hvernig tölvuþrjóturinn fer að. „Á klukkutíma er ég búin að setja saman tölvu frá grunni sem er með rétta tólið til að plata fólk og ná stjórn á tölvum þeirra,“ segir Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Með því að fá einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni, til dæmis uppfærslu á forriti, fær tölvuþrjóturinn aðgang að tölvu viðkomandi og getur í raun gert það sem honum sýnist.Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL„Það sem notandinn sér er melding eða skilaboð um að samþykkja ákveðna uppfærslu eða annað. Með þessu samþykki fæ ég aðgang að tölvunni. Við getum til dæmis tekið mynd með vefmyndavél tölvunnar.“ Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, tilheyrir öflugum hópi tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Þau hafa fylgst náið með lekamálinu mikla sem kom upp um helgina þegar um viðkvæmum persónuupplýsingum var lekið eftir árás á vefkerfi Vodafone. „Þeir sem eru í kringum mig og eru í því að hakka og fylgjast með netöryggi voru í raun að búast við slíkri árás,“ segir Helga. Hún segir skaðann af tölvuárásinni á Vodafone varanlegan. „Þetta eru upplýsingar sem hægt er að nota til komast inn á aðra staði. Svo eru líka IP tölur þarna og það er hægt að misnota þær til að hreinlega brjótast inn hjá fólki.“Hægt er að lesa nánar um lekamálið mikla hér.
Tengdar fréttir Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45 Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45 Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45
Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45
Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43