Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Kristján Hjálmarsson skrifar 5. desember 2013 16:45 Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira