Það er hinsvegar óhætt að segja að Hjörtur Már hafi verið í miklu stuði í 200 metra skriðsundi í flokki S5 því hann setti fimm ný Íslandsmet á sama deginum en þau komu bæði í undanrásum og úrslitum. Hann endaði að lokum í sjöunda sæti í greininni.
„Í undanrásum setti Hjörtur tvö ný met þegar hann synti á 3.16.49 mínútum en metin voru á millitímum í 50 metra og 100 metra skriðsundi. Í úrslitum fór Þorlákshafnarjakinn einfaldlega á kostum og synti á 3.10.84 mínútum og stórbætti Íslandsmetið sitt um tæpar sex sekúndur," segir í frétt á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.
Hjörtur Már er 17 ára gamall (verður 18 í október) og kemur frá Þorlákshöfn. Þetta voru langt frá því að vera fyrstu Íslandsmet kappans en væntanlega í fyrsta sinn sem hann nær að bæta fimm þeirra á sama deginum.
Hér fyrir meðan má sjá myndaband um kappann á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra - http://www.ifsport.is.