Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöldið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þorsteinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garðabæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins.
Stjarnan hefur unnið alla tólf deildarleiki sína í sumar og er með tíu stiga forskot á Val þegar aðeins sex umferðir eru eftir. Liðið á því Íslandsmeistaratitilinn vísan.
Harpa hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins og er nú komin með örugga forystu í baráttu um gullskóinn. Harpa hefur skorað 16 mörk í 12 leikjum, eða fjórum mörkum meira en Valskonan Elín Metta Jensen.
Harpa hefur skorað fyrsta mark síns liðs í sex af tólf leikjum Stjörnuliðsins en hún er einnig búin að leggja upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sína.
Mikilvægi Hörpu sést einnig á því að eina tap liðsins á þessu tímabili kom í leik þar sem hún tók út leikbann, eða í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins á móti Þór/KA. Stjarnan tapaði leiknum 0-1 en vann 3-0 sigur í leik sömu liða stuttu síðar, þá með Hörpu á skotskónum.
Harpa er óstöðvandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti