Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni.
Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus.
Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann.
Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu).
Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham
Birgir Þór Harðarson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti
