Verður skák og mát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2013 06:00 Justin Shouse í baráttu við þá Ryan Pettinella og Ólaf Ólafsson. Marvin Valdimarsson fylgist með. Fréttablaðið/Vilhelm „Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar viðureignir liðanna eftir áramót hefur Stjarnan greinilega verið sterkara liðið,“ segir Ingi Þór og rifjar upp bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. „Stjarnan leysti þann leik mjög vel og verður fróðlegt að sjá hvernig Grindavík bregst við leikaðferð Stjörnunnar. Það er klárt mál að Stjarnan mun nota sömu aðferðafræði og varnarleik og hún gerði í Laugardalshöll.“ Ingi Þór segir mikilvægt fyrir Grindvíkinga að fá skotin hjá Samuel Zeglinski í gang. „Hann er mikil skytta og þarf að ná upp sínum leik. Broussard gekk mjög illa gegn Frye í bikarúrslitaleiknum. Hann er örugglega klár í að gera betur,“ segir Ingi. Hann er þó á því að mestu skipti hvernig Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson spili. „Stóri faktorinn er sá að Jói og Lalli (innsk.: Þorleifur) séu í takti og spili sína bestu leiki,“ segir Ingi. Auk þess þurfi Sigurður Þorsteinsson að láta Brian Mills og Fannar Helgason hafa fyrir hlutunum undir körfunni. Þjálfari Snæfellinga þarf ekki að velta lengi fyrir sér hver sé lykilmaður Garðbæinga. „Justin Shouse er algjör lykilmaður. En þegar Justin hefur ekki fundið sig hefur Jarrid Frye verið maðurinn. Stjarnan er í veislu með þessa tvo sem eru algjörir lyklar að velgengni liðsins,“ segir Ingi Þór. Þjálfarar liðanna, þeir Sverrir Þór Sverrisson og Teitur Örlygsson, hafa marga fjöruna sopið. „Þeir eru báðir gríðarlegir keppnismenn og voru frábærir leikmenn á sínum tíma. Ólíkir leikmenn en báðir klókir og baráttumiklir. Lið þeirra smitast af því,“ segir Ingi. Hann á erfitt með að spá fyrir um sigurvegara. „Ég vona að þetta fari í oddaleik og hef trú á því að það lið sem vinni á útivelli verði Íslandsmeistari.“ Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar viðureignir liðanna eftir áramót hefur Stjarnan greinilega verið sterkara liðið,“ segir Ingi Þór og rifjar upp bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. „Stjarnan leysti þann leik mjög vel og verður fróðlegt að sjá hvernig Grindavík bregst við leikaðferð Stjörnunnar. Það er klárt mál að Stjarnan mun nota sömu aðferðafræði og varnarleik og hún gerði í Laugardalshöll.“ Ingi Þór segir mikilvægt fyrir Grindvíkinga að fá skotin hjá Samuel Zeglinski í gang. „Hann er mikil skytta og þarf að ná upp sínum leik. Broussard gekk mjög illa gegn Frye í bikarúrslitaleiknum. Hann er örugglega klár í að gera betur,“ segir Ingi. Hann er þó á því að mestu skipti hvernig Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson spili. „Stóri faktorinn er sá að Jói og Lalli (innsk.: Þorleifur) séu í takti og spili sína bestu leiki,“ segir Ingi. Auk þess þurfi Sigurður Þorsteinsson að láta Brian Mills og Fannar Helgason hafa fyrir hlutunum undir körfunni. Þjálfari Snæfellinga þarf ekki að velta lengi fyrir sér hver sé lykilmaður Garðbæinga. „Justin Shouse er algjör lykilmaður. En þegar Justin hefur ekki fundið sig hefur Jarrid Frye verið maðurinn. Stjarnan er í veislu með þessa tvo sem eru algjörir lyklar að velgengni liðsins,“ segir Ingi Þór. Þjálfarar liðanna, þeir Sverrir Þór Sverrisson og Teitur Örlygsson, hafa marga fjöruna sopið. „Þeir eru báðir gríðarlegir keppnismenn og voru frábærir leikmenn á sínum tíma. Ólíkir leikmenn en báðir klókir og baráttumiklir. Lið þeirra smitast af því,“ segir Ingi. Hann á erfitt með að spá fyrir um sigurvegara. „Ég vona að þetta fari í oddaleik og hef trú á því að það lið sem vinni á útivelli verði Íslandsmeistari.“
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum