Alcoa dregur verulega úr framleiðslu sinni 30. maí 2013 08:01 Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur matsfyrirtækið Moody's lækkað lánshæfiseinkunn Alcoa niður í ruslflokk eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Skuldir Alcoa nema 8,6 milljörðum dollara eða ríflega 1.000 milljörðum kr. Frekari lækkun á lánshæfiseinkunninni er talin ólíkleg á næstunni að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.Dregur úr framleiðslunni Í fréttinni er vitnað í tilkynningu frá Alcoa sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrirtækisins fyrir árið í ár. Alcoa hefur brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sinni með því að loka tveimur framleiðslulínum í álveri sínu í Quebec í Kanada. Þar að auki er Alcoa að íhuga að minnka álframleiðslu sína um 460.000 tonn fyrir lok næsta árs og draga úr framleiðslugetu í nýju álveri sinu í Saudi Arabíu. Ekki er búist við að erfiðleikar Alcoa hafi áhrif á starfsemi Fjarðaáls. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur matsfyrirtækið Moody's lækkað lánshæfiseinkunn Alcoa niður í ruslflokk eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Skuldir Alcoa nema 8,6 milljörðum dollara eða ríflega 1.000 milljörðum kr. Frekari lækkun á lánshæfiseinkunninni er talin ólíkleg á næstunni að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.Dregur úr framleiðslunni Í fréttinni er vitnað í tilkynningu frá Alcoa sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrirtækisins fyrir árið í ár. Alcoa hefur brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sinni með því að loka tveimur framleiðslulínum í álveri sínu í Quebec í Kanada. Þar að auki er Alcoa að íhuga að minnka álframleiðslu sína um 460.000 tonn fyrir lok næsta árs og draga úr framleiðslugetu í nýju álveri sinu í Saudi Arabíu. Ekki er búist við að erfiðleikar Alcoa hafi áhrif á starfsemi Fjarðaáls.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira