Tíska og hönnun

Tina Turner á forsíðu Vogue í fyrsta sinn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stórsöngkonan og goðsögnin Tina Turner prýðir forsíðu þýska Vogue í apríl. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Turner situr fyrir hjá þessu þekktasta tískutímariti heims, en hún er 73. ára gömul. Það gerir hana að elstu forsíðufyrirsætu Vogue frá upphafi, en áður hafði Meryl Streep verið sú elsta til að prýða forsíðuna, 62. ára að aldri í janúar 2012.

Á myndinni, sem tekin var af þeim Claudiu Knoepfel og Stefan Indlekofer, er hún stórglæsileg í dökkblárri satínskyrtu og með rauðan varalit. Yfirskrifin er vel við hæfi, Simply The Best!, eftir hennar helsta slagara sem allir þekkja.

Tina Turner er lifandi goðsögn í tónlistarheiminum.
Ike og Tina árið 1969.
Stórglæsileg árið 1970.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.