Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:40 Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það." Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það."
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira