Umfjöllun um Ólaf fyrir neðan allar hellur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 15:54 Viðtalið við Þorbjörgu birtist í nýjasta hefti Nýs lífs. samsett mynd „Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira