Ástin tók völdin hjá ónafngreindu pari að loknu markalausu jafntefli Bröndby og Randers í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Að leik loknum virðist parið hafa laumað sér inn á völlinn, komið sér fyrir við miðjuhringinn og látið vel hvort að öðru.
Talsmaður Bröndy, Mikkel Davidsen, skýrði frá atvikinu á samfélagsmiðlinum Twitter og í kjölfarið hefur mynd af parinu farið sem eldur í sinu um netheima.
Svo virðist sem parinu hafi ekki tekist að ljúka sér af ef marka má erlenda fjölmiðla. James Mickel Lauritsen, yfirmaður öryggismála hjá Bröndby, hafi skarast í leikinn og vísað parinu á brott.
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Randers en tókst ekki að skora frekar en leikmönnum og parinu léttklædda.

