Sport

Eygló Ósk varð fimmtánda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló ræðir við Jacky Pellerin landsliðsþjálfara.
Eygló ræðir við Jacky Pellerin landsliðsþjálfara. Mynd/Daníel
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, komst ekki áfram í úrslit í 50 m baksundi á EM í 25 m laug sem nú fer fram í Herning í Danmörku.

Eygló synti á 28,14 sekúndum og varð í fimmtánda sæti eftir að hafa náð 21. besta tíma undanrásanna í morgun.

Hún náði þó ekki að bæta sinn besta árangur í greininni en árangurinn engu að síður góður. Eygló Ósk varð áttunda í 100 m baksundi en keppir á morgun í 200 m baksundi sem er hennar sterkasta grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×